Setur andlitsslæðu á Barbí

Skjáskot af Instagram

Mynd­ir af Barbí með and­lits­slæðu að hætti múslima á In­sta­gram hafa vakið tölu­verða at­hygli. Ekki er um að ræða aug­lýs­ing­ar frá leik­fanga­fram­leiðand­an­um Mattel sem fram­leiðir dúkk­urn­ar held­ur ljós­mynd­ir 24 ára múslima sem vildi skapa fyr­ir­mynd sem stúlk­ur sem aðhyll­ast íslam gætu tengt við.

Haneefa Adam stofnaði reikn­ing á In­sta­gram og deil­ir þar mynd­um af dúkk­un­um í föt­um sem hún hef­ur saumað sjálf. Sagðist hún í sam­tali við CNN ekki hafa séð Barbí með and­lits­slæðu áður og vildi hún bæta úr því. Hún vildi hafa dúkk­una eins og hún myndi sjálf klæða sig.

Adam er með meist­ara­gráðu í lyfja­fræði. Hún seg­ir klæðnaðinn eiga ræt­ur í trú sinni og menn­ingu. Klæðnaður hinn­ar hefðbundnu Barbí sé afar ólík­ur henn­ar menn­ingu og seg­ir hún það hið besta mál. Hún hafi aft­ur á móti viljað gefa múslim­um ann­an val­mögu­leika.

Viðbrögðin hafa að henn­ar sögn flest verið já­kvæð og hafa marg­ir haft sam­band við hana í von um að geta keypt dúkku.

Frétt mbl.is: Sögu­leg­ur dag­ur fyr­ir Barbí

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert