Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu í Trang héraði í Taílandi í morgun eftir að maður skaut fjögur börn sín til bana eftir að hafa deilt við fyrrverandi eiginkonu sína.
Lögreglan hefur girt svæðið af og er að reyna að fá manninn til þess að koma út úr húsinu. Lögreglan hafði áður notað stiga til þess að fara inn um glugga svefnherbergis á annarri hæð hússins til þess að ná í lík barnanna, tveggja stúlkna og drengja. Börnin voru á aldrinum 6-16 ára.
Maðurinn hafði læst sig inni öðru herbergi og var að sögn vitna hvorki undir áhrifum áfengis né lyfja. Samband hans við fyrrverandi eiginkonu var mjög stormasamt en að sögn lögreglu skaut hann börn sín af ásettu ráði til bana.
Glæpir eru mjög algengir í Taílandi en þar er mjög auðvelt að verða sér úti um skotvopn. Til að mynda tók reiður elskhugi konu af lífi í verslunarmiðstöð í fyrra og eins skaut rútubílstjóri farþega í brjóstið eftir að farþeginn hafði gagnrýnt ökuleikni hans.