Orsök slyssins ótengd starfsmanni

Lestirnar komu úr gangstæðri átt og voru báðar á um …
Lestirnar komu úr gangstæðri átt og voru báðar á um 100 kílómetra hraða þegar þær rákust saman. AFP

Þýska lögreglan hafnar því að orsök lestarslyssins í Bæjaralandi sem átti sér stað í gærmorgun megi rekja til starfsmanns járnbrautanna sem hafi aftengt viðvörunarkerfi. Viðvörunarkerfið inniheldur sjálfvirkan hemlunarbúnað og var settur upp í kjölfar lestarslyss sem átti sér stað í Magdeburg árið 2011 þar sem 10 manns létu lífið.

Í skýrslu sem fjölmiðlar Redakti­onsNetzwerk Deutschand (RND) hafa vísað í kemur fram að starfsmaður járn­braut­anna hafi af­tengt viðvör­un­ar­kerfið til þess að hleypa fyrri lest­inni áfram, þar sem hún var á eft­ir áætl­un. Síðari lest­in kom hins veg­ar úr gagn­stæðri átt á sömu tein­um áður en sú fyrri var kom­in á þann stað þar sem tein­arn­ir skipt­ast í tvennt. Báðar lestirnar voru á um það bil 100 kílómetra hraða.

BBC hefur eftir talsmanni þýsku lögreglunnar að þær upplýsingar sem koma fram í umræddri skýrslu byggist á eintómum getgátum. Samkvæmt heimildum lögreglunnar ætti starfsmaður járnbrautanna ekki undir neinum kringumstæðum að geta tekið yfir sjálfvirka hemlunarbúnaðinn. 

Það er því enn óljóst hvað olli slysinu en að sögn þýsku lögreglurnar hafa mannleg mistök ekki verið útilokuð. Vonir eru bundnar við að lestarritarar geti varpað ljósi á or­sök slyss­ins. 

10 manns létust í slysinu og tugir manna slösuðust, þar af 18 alvarlega.

10 manns létust í lestarslysinu í Bæjaralandi í gær, þar …
10 manns létust í lestarslysinu í Bæjaralandi í gær, þar af báðir lestarstjórarnir og tveir lestarverðir. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert