Sannfærandi sigur Trump og Sanders

Repúblikaninn Donald Trump og demókratinn Bernie Sanders fóru með sigur af hólmi í forkosningum flokka sinna í New Hampshire í gær. 

Sanders, sem er öldungadeildarþingmaður Vermont, hafði betur gegn Hillary Clinton fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að sigur hans sýni að fólk vilji alvöru breytingar. Sanders fékk 60% atkvæða en Clinton 38,4%.

Bæði Trump og Sanders hafa keppt um hylli kjósenda við aðra frambjóðendur sem aðhyllast hefðbundnar stefnur í stjórnmálum. Trump fékk 35,1% atkvæða. en ríkisstjóri Ohio, John Kasich, hafnaði í öðru sæti í forvali repúblikana með 15,9% atkvæða en aðrir frambjóðendur voru nánast jafnir að atkvæðum. Það er  Jeb Bush,  Ted Cruz og Marco Rubio.

New Hampshire er annað ríkið þar sem forval flokkana fer fram fyrir forsetakosningarnar síðar á árinu. Í síðustu viku var kosið í Iowa og þar fékk Cruz flest atkvæði repúblikana og Clinton demókrata. Sigur Clinton var hins vegar afar naumur þar.

Sanders var ákaft fagnað af stuðningsmönnum sínum þegar ljóst var að hann hefði farið með sigur af hólmi. Hann segir að það sem fólk sé að segja með því að greiða honum atkvæði er að það vill breytingar. Eftir að þjóðin hafi gengið í gengum mikla kreppu þá sé kominn tími á breytingar þar sem önnur viðhorf séu ríkjandi en nú eru. Bæði í stjórnmálum og efnahagslífinu.

„Saman höfum við sent skilaboð sem munu bergmála allt frá Wall Street til Washington, frá Maine til Kaliforníu.“

Í herbúðum Trumps var fögnuðurinn ekki minni og þar kölluðu stuðningsmenn „U-S-A! U-S-A!“

„Nú höldum við til Suður-Karólínu. Við ætlum að sigra í Suður-Karólínu,“ sagði Trump við aðdáendur sína. Einn stuðningsmanna hans segir að Trump tali fyrir hönd þögla meirihlutans. Margir upplifi sig á þennan hátt og með því að greiða honum atkvæði sé þessi þögli meirihluti að segja eitthvað sem ekki má segja upphátt vegna þess að það þykir ekki rétt (political correct).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert