Telur að ESB gæti hrunið

Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu.
Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu. AFP

„Hvort sem ein­hverj­um lík­ar það eða ekki verður árið 2016 árið sem Evr­ópu­sam­bandið annað hvort nær að koma bönd­um á flótta­manna­vand­ann eða hryn­ur,“ ritaði Robert Fico, for­sæt­is­ráðherra Slóvakíu, í dag í aðsendri grein í tékk­neska viðskipta­blaðinu Hospodářské noviny.

Varaði ráðherr­ann við því að Evr­ópu­sam­bandið væri á mörk­um þess að hrynja. Fico gagn­rýndi hug­mynd­ir sam­bands­ins um að ríki þess skiptu með sér þeim fjölda flótta­manna og föru­fólks sem kom­ist hefðu inn fyr­ir landa­mæri þess. Þær hug­mund­ir hefðu enda ekki skilað ár­angri. 

Ráðherr­ann sagði öllu skipta að Evr­ópu­sam­band­inu tæk­ist að ná tök­um á ytri landa­mær­um Schengen-svæðis­ins og að þeir hæl­is­leit­end­ur sem ekki upp­fylltu skil­yrði þess að telj­ast flótta­menn yrðu send­ir aft­ur til síns heima.

Frétta­vef­ur­inn Eu­obser­ver.com fjall­ar um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert