Sádi-Arabar hyggjast senda hermenn og herþotur til tyrknesku herstöðvarinnar Incirlik. Þetta staðfesti utanríkisráðherra Tyrklands, Mevlut Cavusoglu, en fyrirhugað vopnahlé í Sýrlandi á að taka gildi fljótlega. Fjöldi hermanna og herflugvéla hefur ekki verið gefinn upp.
Frétt mbl.is: Vopnahlé í Sýrlandi
„Á fundum hjá bandalags okkar höfum við ítrekað brýna þörf á umfangsmikilli samstilltri áætlun í baráttunni gegn Ríki íslams,“ sagði Cavusoglu og bætti við að ef slík áætlun liti dagsins ljós þá gætu Tyrkir og Sádi-Arabar beitt landhernaði í baráttunni.
Yfirlýsing Cavusoglu eykur líkurnar á að til harðari deilu komi milli Rússlands og Tyrklands, en Cavusoglu sagði að aðeins 12 prósent loftárása Rússa væru beint gegn Ríkis íslams. „Markmið Rússa er að styðja Assad, við vitum það öll. En spurningin er þessi: Hver ætlar að stoppa Rússa í því?“