Fimm létust þegar bíll þeirra steyptist meira en 25 metra af brú og niður í skurð í Stokkhólmi í dag. Talsmaður lögreglunnar, Eva Nilsson, segir kafara hafa endurheimt lík allra fimm mannanna, sem fæddir voru á milli áranna 1983 og 1996. Engin kennsl hafa verið borin á þá.
Orsakir slyssins, sem átti sér stað á þjóðveginum E4 í Södertälje-hverfinu í Stokkhólmi, eru enn ókunnar.
Sænskir fjölmiðlar segja að líklega hafi bifreiðin skollið á vegartálma og síðan steypst í vatnið. Slysið varð fyrir dögun og þá var brúin yfir Södertälje skurðinn að falla aftur niður eftir hafa opnast upp til að leyfa báti að sigla í gegn. Viðvörunarljós blikkuðu þá og tveir vegartálmar hindruðu för bifreiða.
Umfjöllun sænska ríkisútvarpsins.