Palestínskir dengir skotnir til bana

Bani drengjanna tveggja vakti mikila reiði meðal Palestínumanna.
Bani drengjanna tveggja vakti mikila reiði meðal Palestínumanna. AFP

Tveir palestínskir drengir voru skotnir til bana í morgun af ísraelskum hermönnum. Voru þeir að kasta steinum í bíla á Vesturbakkanum þegar ísraelskar hersveitir mættu á vettvang. Hóf annar drengjanna þá að skjóta á hersveitirnar sem svöruðu í sömu mynt og skutu þá til bana. 

Frá þessu er greint á vef Reuters, en þar kemur fram að drengirnir hafi verið 15 ára gamlir skv. upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Palestínu.

„Tveir árásarmenn köstuðu steinum í bíla,” segir í yfirlýsingu frá ísraelska hernum. „Hersveitir mættu á vettvang og hóf annar þeirra að skjóta á hermennina. Svöruðu þeir til baka og skutu árásarmennina til bana,“ segir í yfirlýsingunni.

Í öðru ótengdu atviki var Palestínumaður skotinn til bana á Vesturbakkanum, nærri Jerúsalem, eftir að hafa reynt að stinga ísraelskan lögregluþjón á eftirlitsstöð.

Frá því í október sl. hafa ísraelskir hermenn orðið 161 Palestínubúa að bana, þar af eru 105 árásarmenn skv. upplýsingum frá Ísraelsher, en hinir létu lífið í átökum í mótmælum sem beint var gegn Ísrael. 

Á sama tímabili hafa árásir Palestínumanna á borð við stungu- eða skotárásir, orðið 27 ísraelskum eða bandarískum ríkisborgurum að bana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert