Draga Miðausturlönd í allsherjar stríð

Hassan Nasrallah, foringi Hezbollah, á sjónvarpsskjá á stuðningsfundi í dag.
Hassan Nasrallah, foringi Hezbollah, á sjónvarpsskjá á stuðningsfundi í dag. AFP

Foringi líbönsku Hezbollah samtakanna, Hassan Nasrallah, segir að stjórnvöld í Tyrklandi og Sádí-Arabíu séu að draga Miðausturlönd öll í eitt allsherjar stríð meðan sigur stjórnarhers Sýrlands, samtakanna og annarra bandamanna þeirra sé yfirvofandi.

„Þau eru tilbúin að draga svæðið í stríð,“ sagði hann í myndskeiði sem sýnt var stuðningsmönnum Hezbollah í Beirút í Líbanon í dag. Bætti hann við að löndin tvö væru að ýta á alþjóðasamfélagið að senda landher til Sýrlands þar sem þau geti ekki sætt sig við pólitíska niðurstöðu átakanna í Sýrlandi. „Þess vegna vilja þau halda stríðinu áfram og eyðileggja Sýrland,“ sagði Nasrallah.

Í ávarpi sínu sagði Nasrallah að sigur Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, væri í sjónmáli með stuðningi Hezbooah, Íran og Rússlandi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert