Norskri barnavernd mótmælt í tugum landa

Norski fáninn.
Norski fáninn.

Aðkomu norskra barnaverndaryfirvalda að málum útlendra foreldra í landinu var mótmælt víða um heim í dag. Norsk barnaverndaryfirvöld hafa ítrekað tekið börn af foreldrum sínum sem eru af erlendum uppruna.

Í frétt VG kemur fram að kornið sem fyllti mælinn hafi verið ákvörðun barnaverndaryfirvalda í Sogn og Fjordane í nóvember í fyrra að taka fimm börn af foreldrum sínum sem eru norsk-rúmensk. Hópur fólks tók þátt í mótmælum fyrir utan Stórþingið í dag. Ríkisstjórn Noregs hefur kynnt nýjar viðmiðunarreglur varðandi málefni sem tengjast útlenskum fjölskyldum í landinu. Víða um heim hefur verið mótmælt fyrir utan sendiráð Noregs undanfarna mánuði og yfir 60 þúsund manns hafa skráð sig á Facebook síðu þar sem þess er krafist að Noregur afhendi börn sem ríkið hafi stolið.

Börnin fimm voru tekin af heimili sínu í nóvember af fulltrúum barnaverndaryfirvalda vegna gruns um að þau væri beitt líkamlegu ofbeldi. Velferðarráðherra, Solveg Horne, segir að reglurnar hafi verið sendar til barnaverndaryfirvalda á landsbyggðinni á miðvikudag en meðal þess sem þar kemur fram er að það er skylda að reyna verður að ná í einhvern úr fjölskyldu barnanna erlendis áður en þau eru tekin og send í fóstur. Ef barnið er með sterk tengsl til annars lands á að kanna hvort það sé ekki betra að senda barnið þangað í fóstur heldur en að koma því fyrir í Noregi.

Frétt VG

Frétt NRK

Fjórðungur Róma-barna í fóstri

Líkir barnavernd í Noregi við nasisma

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert