46 létust í bílsprengjum í Homs

00:00
00:00

Að minnsta kosti 46 lét­ust í tveim­ur bíl­sprengju­árás­um í Homs í dag á sama tíma og ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna John Kerry seg­ir að það stytt­ist óðum í að vopna­hlé taki gildi í Sýr­landi. 

Bíl­sprengj­urn­ar sprungu í Al-Za­hraa hverf­inu í miðborg Homs í morg­un. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Syri­an Observatory for Hum­an Rights mannúðarsam­tök­un­um eru tug­ir særðir. Gríðarleg eyðilegg­ing varð á svæðinu en sprengju­til­ræði eru tíð í Homs. Í síðasta mánuði lét­ust 22 í sama hverfi í tveim­ur sprengju­til­ræðum Rík­is íslams.

Flest­ir íbú­anna í Al-Za­hraa eru ala­vít­ar líkt og for­seti lands­ins, Bash­ar al-Assad. Inn­an við 10% Sýr­lend­inga eru ala­vít­ar en þeir eru í for­rétt­inda­hóp vegna trú­ar for­set­ans og fjöl­skyldu hans. Flest­ir þeirra sem hafa lát­ist í til­ræðum í Homs að und­an­förnu eru al­menn­ir borg­ar­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert