Fögnuðu þegar húsið brann

Lögregla telur að um íkveikju hafi verið að ræða.
Lögregla telur að um íkveikju hafi verið að ræða. AFP

Eld­ur kom upp í bygg­ingu fyr­ir hæl­is­leit­end­ur í aust­ur­hluta Þýska­lands í morg­un. Sum­ir þeirra sem vitni urðu að brun­an­um fögnuðu inni­lega að sögn lög­reglu. Þá reyndu sum­ir að koma í veg fyr­ir að slökkviliðsmenn kæm­ust að eld­in­um til að slökkva hann. Eng­inn slasaðist í brun­an­um en þak húss­ins er ónýtt.

Lög­regla tel­ur að um íkveikju hafi verið að ræða. Lög­reglu­menn­irn­ir sem rann­saka brun­ann sinna venju­lega mál­um sem tengj­ast öfga­mönn­um. Um þrjú hundruð hæl­is­leit­end­ur dvöldu í hús­inu en það var áður hót­el.

Fyr­ir nokkr­um dög­um reyndu mót­mæl­end­ur í þýska bæn­um Clausnitz að koma í veg fyr­ir að bíl­stjóri kæm­ist leiðar sinn­ar með hæl­is­leit­end­ur í rútu.

á reyndu sumir að koma í veg fyrir að slökkviliðsmenn …
á reyndu sum­ir að koma í veg fyr­ir að slökkviliðsmenn kæm­ust að eld­in­um. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka