Morðinginn var bílstjóri hjá Uber

Uber-forritið.
Uber-forritið. AFP

Maðurinn sem skaut sex til bana í Kalamazoo-sýslu í Michigan-ríki í Bandaríkjunum í morgun var bílstjóri hjá Uber. Maðurinn er 45 ára gamall og myrti fólkið af handahófi að sögn lögreglu.

Fjórir þeirra sem létu lífið urðu fyrir skotum á veitingastað en hinir tveir á bílasölu. Lögreglan var fyrst kölluð til í fjölbýlishúsi þar sem eldri borgarar búa en þar hafði hann skotið konu. Hún er mjög alvarlega særð eftir árásina.

Haft var eftir Joe Sullivan, yfirmanni hjá Uber, að starfsfólkið væri miður sín vegna ofbeldisins. Þá mun fyrirtækið veita allar þær upplýsingar sem lögregla þarf á að halda vegna rannsóknar málsins. Maðurinn var ekki á sakaskrá.

Frétt mbl.is: Myrti sex af handahófi 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert