Myrti sex af handahófi

Mynd úr safni
Mynd úr safni AFP

Að minnsta kosti sex voru skotnir til bana í Kalamazoo sýslu í Michigan ríki í Bandaríkjunum. Að sögn lögreglu myrti maðurinn fólkið af handahófi en lögreglan handtók manninn fyrir skömmu.

Aðstoðarlögreglustjóri Kalamazoo, Paul Matyas, segir í viðtali við sjónvarpsstöðina 17 News að sex hafi verið skotnir til bana, fjórir á Cracker Barrel veitingastaðnum og tveir á bílasölu. Jafnframt særði hann konu alvarlega á þriðja staðnum. Morðinginn er hvítur karl um fimmtugt og svo virðist sem hann hafi skotið fólkið af handahófi.

Lögreglan var fyrst kölluð til í fjölbýlishús þar sem eldri borgarar búa en þar hafði hann skotið konu ítrekað. Hún er mjög alvarlega særð eftir árásina, samkvæmt frétt BBC. 

Nokkrum klukkutímum síðar var lögreglan kölluð út á bílasölu en þar skaut morðinginn feðga til bana og særði þann þriðja.

Þriðja skotárásin átti sér á bílastæði við Cracker Barrel veitingastaðinn en þar lét hann skotin dynja á fólk sem sat í bifreiðum sínum á bílastæðinu. Fjórir létust og einn særðist lífshættulega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert