Snowden reiðubúinn til að snúa aftur

Edward Snowden
Edward Snowden AFP

Edward Snowden segist vera reiðubúinn til þess að snúa aftur til Bandaríkjanna ef ríkisstjórnin tryggir að réttarhöldin yfir honum verði réttlát.

Þetta kom fram í máli uppljóstrarans sem hefur búið í Rússlandi frá því í júní 2013 á ráðstefnu New Hampshire Liberty Forum. Hann segir að þar myndi hann verja ákvörðun sína um að leka þúsundum leyniskjala þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna. Það yrði síðan í höndum kviðdóms að ákveða dóminn yfir honum. 

Guardian greinir frá þessu en Snowden talaði á ráðstefnunni í gegnum Google Hangouts. Hann á yfir höfði sér ákæru fyrir njósnir og allt að 30 ára fangelsisdóm verði hann fundinn sekur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert