Hvatti Khomeini til þess í febrúar 1989 að rithöfundurinn yrði tekinn af lífi og var bókin bönnuð víða um heim. Það var einkum fundið að kafla í Söngvum Satans þar sem lýst er reynslu manns sem í draumi hittir vændiskonur sem bera nöfn eiginkvenna spámannsins Múhameðs. Rushdie, sem sjálfur er alinn upp í múhameðstrú, sagði að vændiskonurnar væru nokkurs konar andstæður hins hreinlífa spámanns og eiginkvenna hans enda hefðu þær verið teknar af lífi í bókinni fyrir siðspillingu sína.
Í kjölfar útgáfu á fatwā fór Rushdie í felur og hefur hann síðan þurft á gæslu að halda. Khomeini baði múhameðstrúarmenn um allan heim að framfylgja dauðadóminum yfir Rushdie og öllum þeim sem tóku þátt í útgáfu bókarinnar.
Að minnsta kosti tveir þýðendur bókarinnar urðu fyrir árásum. Japanski þýðandinn Hitoshi Igarashi var stunginn til bana fyrir utan skrifstofu sína í Tsukuba háskólanum norður af Tókýó og ítalski þýðandinn Ettore Capriolo slapp naumlega lífs frá stunguárás í íbúð sinni í Mílanó árið 1991.
Árið 1998 sagði þáverandi forseti Írans, Mohammad Khatami, að hótunin heyrði sögunni til en fatwā hefur ekki enn verið aflétt formlega. Þess í stað hefur hún gengið í endurnýjun lífdaga nokkrum sinnum af forseta hæstaréttar Ali Khamenei og fleiri háttsettum embættismönnum.
Alls setja fjölmiðlarnir 600 þúsund Bandaríkjadali, 77 milljónir króna, honum til höfuðs.
Í fyrra hætti Íran við þátttöku á bókamessunni í Frankfurt vegna þess að Rushdie var kynntur sem gestafyrirlesari þar. Hvöttu írönsk stjórnvöld önnur múslímaríki til þess að sniðganga bókmenntahátíðina.
Frétt RT