Setja fé til höfuðs Salman Rushdie

Salman Rushdie
Salman Rushdie Af vef Wikipedia
Fjörtíu ríkisreknir fjölmiðlar í Íran hafa tekið höndum saman um að setja fé til höfuðs bresk indverska rithöfundinum Salman Rushdie. 27 ára eru síðan Ayatollah Ruhollah Khomeini, erkiklerkur í Íran, gaf út fatwa-trúartilskipunina sem varð ígildi laga um að Rushdie væri réttdræpur. Ástæðan er bókin Söngvar Satans en Khomeini sakaði rithöfundinn um guðlast í bókinni. 

Alls setja fjölmiðlarnir 600 þúsund Bandaríkjadali, 77 milljónir króna, honum til höfuðs.

Í fyrra hætti Íran við þátttöku á bókamessunni í Frankfurt vegna þess að Rushdie var kynntur sem gestafyrirlesari þar. Hvöttu írönsk stjórnvöld önnur múslímaríki til þess að sniðganga bókmenntahátíðina.

Frétt RT

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert