Ákærðir fyrir hópnauðgun í Noregi

AFP

Fjór­ir karl­ar hafa verið ákærðir fyr­ir að hafa nauðgað nítj­án ára göml­um pilti í búðum flótta­fólks í Vest­fold í Suður-Nor­egi. Þeir eru einnig ákærðir fyr­ir að hafa valdið mann­in­um al­var­legu lík­ams­tjóni.

Fjór­menn­ing­arn­ir og fórn­ar­lambið þekkt­ust all­ir áður en þeir komu til Nor­egs og sóttu um hæli þar. Lise Dal­haug, sak­sókn­ari, seg­ir í viðtali við Dag­bla­det að meðal sönn­un­ar­gagna sé mynd­skeið sem árás­ar­menn­irn­ir tóku af nauðgun­inni.

Árás­in átti sér stað 4. des­em­ber í miðstöð flótta­manna í Stokke í Vest­fjöld. Fórn­ar­lambið var flutt á sjúkra­hús eft­ir árás­ina og var með al­var­lega áverka eft­ir nauðgun­ina.

Þrír af þeim sem eru ákærðir hafa setið í gæslu­v­arðhaldi frá því í des­em­ber en sá fjórði var hand­tek­inn í Stokk­hólmi á föstu­dags­kvöldið eft­ir að hand­töku­skip­un var gef­in út á hend­ur hon­um. Þre­menn­ing­arn­ir sem voru hand­tekn­ir í des­em­ber og fórn­ar­lambið eru all­ir hæl­is­leit­end­ur en sá sem var hand­tek­inn á föstu­dag er með hæli í Svíþjóð. Hann hef­ur verið fram­seld­ur til Nor­egs í tengsl­um við rann­sókn máls­ins.

Í frétt Dag­bla­det kem­ur fram að einn fjór­menn­ing­anna sé höfuðpaur­inn en sá neit­ar að hafa tekið þátt í árás­inni en viður­kenn­ir að hafa verið viðstadd­ur.

Frétt Dag­bla­det í heild

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka