Fannst á akri með fjölda stungusára

Drengurinn er úr lífshættu og dvelur á sjúkrahúsi.
Drengurinn er úr lífshættu og dvelur á sjúkrahúsi. AFP

Lögregla í Tælandi leitar nú að foreldrum ungabarns sem lifði af ítrekaðar stunguárásir og fannst í grunnri gröf á akri.

Bóndi fann drenginn sem hlaut fleiri en tíu stungusár. Barnið er ekki lengur í lífshættu og dvelur á sjúkrahúsi þar sem hann hlýtur umönnun. 

Fóstureyðingar eru ólöglegar en algengar í Tælandi. Kynfræðsla meðal ungmenna er takmörkuð.

Árið 2011 var karlmaður dæmdur í 40 mánaða fangelsi eftir að hafa aðstoðað við að fela rúmlega tvö þúsund fóstur sem var eytt á ólöglegan hátt. Hann faldi fóstrin í jörðu við hof í Bangkok.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert