Donald Trump, forsetaefni repúblikana, sagði í viðtali árið 1997 að hann hefði getað sofið hjá Díönu Bretaprinsessu og hefði ekki hikað við það.
Hann dáðist að fegurð hennar en sagði hana jafnframt vera „brjálaða“. Trump ræddi við fjölmiðlamanninn Howard Stern á bandarískri útvarpsstöð.
„Þú hefðir getað fengið hana, er það ekki,“ spurði Stern. „Þú hefðir getað neglt hana,“ sagði hann. Þá svaraði Trump. „Ég held að ég hefði getað það.“
Viðtalið var tekið nokkrum vikum eftir að Díana lést í bílslysi í París í Frakklandi. „Hefðir þú sofið hjá henni,“ spurði Stern einnig. „Án þess að hika,“ svaraði Trump.
Trump dáðist einnig að fegurð hennar og sagði að fólk hefði ekki gert sér grein fyrir því hversu falleg hún hefði verið. „Hún hafði hæðina, hún hafði fegurðina, hún hafði húðina, hún hafði allt.“