Gengur 60 km yfir hálendi Íslands

Göngugarpurinn ásamt börnunum sínum fjórum.
Göngugarpurinn ásamt börnunum sínum fjórum. Mynd/Skjáskot

Karl­maður frá bæn­um Sout­hport á Englandi ætl­ar að ganga  60 kíló­metra leið yfir ís­lenska há­lendið í góðgerðarskyni.

Með hon­um í för verður heims­meist­ar­inn í super­bike-vél­hjóla­akstri, Cal Fog­ar­ty.

Robbie Freem­an, sem er 37 ára, æfir stíft þessa dag­ana fyr­ir ferðina og renna all­ir styrk­ir vegna henn­ar til sam­tak­anna NSPCC sem berj­ast gegn of­belti gagn­vart börn­um. Enska raun­veru­leik­ast­arn­an Jake Quickend­en ætl­ar einnig að taka þátt í göng­unni.

Freem­an og fyr­ir­tækið Jag­ú­ar Land Rover, sem hann starfar hjá, ákváðu í sam­ein­ingu að styrkja NSPCC í ár.

10 klukku­stund­ir á dag

Freem­an, sem er kvænt­ur fjög­urra barna faðir, flýg­ur til Íslands í sum­ar þar sem hann mun ganga í allt að 10 klukku­stund­ir á dag.

„Sem bet­ur fer er ég í sæmi­legu formi eft­ir veru mína í hern­um, en ég þarf samt að æfa mig vel til að að vera al­menni­lega und­ir­bú­inn. Ég mun aka upp á fjöll um helg­ar og ganga tíu kíló­metra í nokk­ur skipti,“ sagði hann í viðtali við Sout­hport­visiter.

Freem­an ætl­ar að safna áheit­um í gegn­um þessa vefsíðu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert