Kristnum félagsráðgjafanema hefur verið vikið úr Sheffield University eftir að hafa látið í ljós skoðanir sína á hjónabandi samkynja para á Facebook.
Maðurinn, sem er tæplega fertugur fjögurra barna faðir, sagðist standa með Kim Davis, bandarískum sýsluritara sem neitaði að gefa út hjúskaparvottorð samkynhneigðra.
Þá skrifaði maðurinn einnig athugasemd við færslu á Facebook þar sem vitnað var í þriðju Mósebók í Biblíunni þar sem samkynhneigð er sögð vera viðurstyggileg.
Tveimur mánuðum síðar barst manninum bréf frá háskólanum þar sem hann var boðaður á fund þar sem honum var vikið úr skólanum.
Í bréfi frá stjórn skólans sagði að hann hefði farið yfir mörk á þann hátt sem ekki er viðeigandi þeim sem leggja fyrir sig félagsráðgjöf. Þá sagði einnig að ákvörðun stjórnarinnar væri ekki byggð á skoðunum hans, heldur ákvörðun hans að deila þeim opinberlega. Þannig gætu þær hafa komið illa við einhverja.
Independent fjallaði um málið.
Frétt mbl.is: Páfi hitti sýsluritarann
Frétt mbl.is: Samkynhneigður kennimaður rekinn