Rústa hluta frumskógarins

AFP

Frönsk yfirvöld hófu í morgun að ryðja hluta flóttamannabúða skammt frá hafnarborginni Calais, Jungle (eða frumskógurinn) með stórvirkum vinnuvélum. Um er að ræða suðurhluta Jungle en dómari veitti heimild fyrir eyðileggingunni í síðustu viku.

AFP

Tvær gröfur og um 20 verkamenn eru að störfum í búðunum og fylgist lögreglan með framkvæmdum. Íbúarnir voru beðnir um að yfirgefa tjöld sín og skýli áður en framkvæmdir hófust en nokkur hundruð flótta- og farandfólk heldur til í búðunum í þeirri von að komast til fyrirheitna landsins hinum megin við Ermarsundið - Bretlands.

AFP

Guardian greinir frá því að íbúar hafi fengið klukkutíma til þess að taka saman föggur sínar og yfirgefa búðirnar í morgun. Að sögn Clare Moseley, sjálfboðaliði hjá Care4Calais, að lögreglan hafi mætt á svæðið um sjö leytið og girt svæðið af.

AFP

Frönsk yfirvöld sögðu frá því fyrr í mánuðinum að til stæði að jafna helming búðanna við jörðu og hvöttu 800-1000 manns sem halda til þar að yfirgefa búðirnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert