Tóku átta Hollendinga af lífi

AFP

Liðsmenn Ríkis íslams hafa tekið átta hollenska liðsmenn samtakanna af lífi sem voru sakaðir um að hafa ætlað að gerast liðhlaupar.

Guardian hefur þetta eftir Abu Mohammad, félaga í samtökum borgaralegra fréttamanna í Raqqa (Raqqa is Being Slaughtered Silently (RBSS). Hann segir á Twitter í gær að RBSS hafi gögn sem sýna að aftökurnar fóru fram á föstudaginn í Maadan í Raqqa héraði. 

Hollendingarnir voru sakaðir um að hafa ætlað að reyna að flýja og gera uppreisn. Áður hefur verið greint frá því að titringum sé á milli hollenskra skæruliða, sumir þeirra eru ættaðir frá Marokkó, og forvígismanna Ríkis íslams. 

Þrír hollenskir skæruliðar til viðbótar voru handteknir af liðsmönnum Ríkis íslams í Írak sakaðir um að ætla að flýja. Einn þeirra var barinn til bana við yfirheyrslurnar, samkvæmt RBSS. 

Mannúðarsamtökin Syrian Observatory for Human Rights hafa ekki staðfest fréttina um aftökuna á átta Hollendingum en segjst hafa heimildir fyrir því að þrír evrópskir skæruliðar af norðurafrískum uppruna hafi verið teknir af lífi í Wilayet al-Furat –svæði á landamærum Sýrlands og Íraks. Guardian hefur eftir hollensku öryggislögreglunni að 200 Hollendingar, þar af 50 konur, hafi gengið til liðs við Ríki íslams í Sýrlandi og Írak.

Guardian

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert