Beita farandfólki gegn Evrópu

Philip Breedlove, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu, ræði við Ursulu …
Philip Breedlove, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu, ræði við Ursulu von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands. AFP

Æðsti yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Evrópu segir Rússa og Sýrlendinga nota farandfólk sem vopn til að grafa undan stöðugleika í Evrópu. Hann telur glæpamenn, öfgamenn og vígamenn leynast í hópi farandfólks sem kemur til álfunnar og vill fleiri bandaríska hermenn þangað.

Philip Breedlove herforingi er yfirmaður herafla Bandaríkjamanna í Evrópu og jafnframt yfirmaður sameinaðs herliðs NATO-ríkja. Hann sagði hermálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings að flóttamannaástandið gerði Rússum kleift að skapa sundrungu á meðal aðildarríkja hernaðarbandalagsins og innan Evrópu, að því er kemur fram í frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Rússar, í slagtogi við Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, væru „vísvitandi að vopnavæða flóttamannastrauminn til að reyna að yfirþyrma innviði Evrópu og brjóta niður staðfestu hennar“. Vísaði hann til vopna sem notuð væru til þess að skapa ótta á meðal óbreyttra borgara í Sýrlandi og fá þá til að flýja land til Evrópu.

Breedlove sagði að hættulegir öfgamenn eins og liðsmenn Ríkis íslams gætu leynst á meðal þeirra sem héldu til Evrópu. Hann hefði óskað eftir því að fleiri bandarískir hermenn verði staðsettir varanlega í álfunni. Þeir eru nú um 62.000 en voru nærri því hálf milljón í kalda stríðinu.

Frétt BBC af orðum herforingjans

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka