Ringulreið meðal repúblíkana

Trump veifar kjósendum í Kentucky.
Trump veifar kjósendum í Kentucky. AFP

Sig­ur­ganga Don­ald Trump í átt að út­nefn­ingu Re­públíkana­flokks­ins til for­seta skapaði mikla ringul­reið inn­an flokks­ins í dag á sama tíma og demó­krat­ar sam­einuðust um stuðning við Hillary Cl­int­on.

Báðir fram­bjóðend­urn­ir voru aug­ljós­ir sig­ur­veg­ar­ar ofurþriðju­dags­ins svo­kallaða sem var sá mik­il­væg­asti í for­kosn­ing­un­um.

Trump var sig­ur­sæll í sjö af 11 ríkj­um og helstu keppi­naut­ar hans, Ted Cruz og Marco Ru­bio eru nú í mun veik­ari stöðu en áður. Ann­ar keppi­naut­ur um út­nefn­ing­una, Ben Car­son, til­kynnti í dag að hann „fengi ekki séð póli­tíska leið áfram“. Dragi Car­son sig í hlé verða Trump, Cruz, Ru­bio og John Kasich ein­ir eft­ir í kapp­hlaup­inu um út­nefn­ing­una.

Cl­int­on bar sig­ur úr být­um í jafn­mörg­um ríkj­um og Trump gegn Bernie Sand­ers. Með sigr­in­um virðist Cl­int­on hafa gull­tryggt sér stuðning flokks síns en meðal re­públík­ana má greina auk­in klofn­ing vegna vel­gengni Trump sem hef­ur örvað óánægða kjós­end­ur en einnig opnað djúp sár for­dóma og mis­rétt­is.

Í því sem millj­arðamær­ing­ur­inn skaust fram úr öðrum fram­bjóðend­um tóku ann­ars dygg­ir re­públíkan­ar að ræða mögu­leik­ann á því að flokk­ur­inn klofni fari Trump með sig­ur af hólmi.

„Ég held að það sé mjög raun­veru­leg­ur mögu­leiki,“ sagði Christ­ine Todd Whitman, fyrr­um rík­is­stjóri New Jers­ey á NPR.

„Það er mikið af fólki sem get­ur bara ekki séð sig styðja Trump. Nú er Mitch McConn­ell, leiðtogi öld­ung­ar­deild­ar meiri­hlut­ans, að segja fram­bjóðend­um úr þing­inu að ef þetta sé vanda­mál fyr­ir þeim geti þeir­látið vaða og aug­lýst gegn hon­um jafn­vel þó hann sé for­setafram­bjóðandi flokks­ins.“

Cruz og Ru­bio hafa báðir hrint af stað her­ferðum sem bein­ast að kjós­end­um re­públík­ana og miða að því að stöðva Trump.

Stúlka með veggspjald af Hillary Clinton eftir kosningasamkomu í dag.
Stúlka með vegg­spjald af Hillary Cl­int­on eft­ir kosn­inga­sam­komu í dag. AFP

Tor­tím­andi ósig­ur framund­an

Á þriðju­dag sigraði Cruz í heimaríki sínu Texas sem og í Okla­homa og Alaska. Ru­bio sig­arði aðeins í einu ríki, Minnesota. Þess­ir sigr­ar gerðu lítið til að draga úr áhyggj­um valda­mik­illa stuðnings­manna þeirra inn­an flokks­ins sem ótt­ast að hann stefni í átt að tor­tím­andi ósigri í for­seta­kosn­ing­un­um.

Í sig­ur­ræðu Trump á þriðju­dag lagði hann sinn vana­lega gor­geir til hliðar til að rétta leiðtog­um flokks­ins sátta­hönd.

„Ég held að við mun­um ná til fleiri og verðum sam­einaðri. Ég held að við verðum mun stærri flokk­ur,“ sagði Trump. Aðeins fá­ein­um klukku­tím­um síðar hafði hlý­leik­inn gufað upp

„Marco Ru­bio tapaði stórt í gær­kvöldi. Ég sigraði hann jafn­vel í Virg­in­íu, þar sem hann eyddi svo mikl­um tíma og pen­ing,“ skrifaði Trump á Twitter í dag. „Nú eru yf­ir­menn hans ör­vænt­ing­ar­full­ir og reiðir.“

Cruz notaði sigra sína til að slá því föstu að hann væri eini Re­públíkan­inn sem gæti sigrað Trump.

„Fyr­ir þá fram­bjóðend­ur sem hafa enn ekki unnið ríki, sem hafa ekki staflað upp veru­leg­um fjölda full­trúa, ég bið ykk­ur að íhuga af guðrækni að koma sam­an og sam­ein­ast,“ sagði hann áður en Ru­bio nældi í sig­ur í Minnesota. Ru­bio endaði dag­inn í Flórída og þykir það til merk­is um að hann leggi allt und­ir fyr­ir sig­ur í heimaríki sínu þar sem kosið verður 15. mars.

Þrátt fyr­ir að ljóst þyki að Cl­int­on muni hljóta út­nefn­ingu demó­krata hef­ur Bernie Sand­ers lýst því yfir að hann ætli að bjóða sig áfram fram í öll­um þeim ríkj­um sem eft­ir eru í for­kosn­ing­un­um.

Ted vill að aðrir repúblíkanar treysti á hann til að …
Ted vill að aðrir re­públíkan­ar treysti á hann til að sigra Trump. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert