„Valdalitlir“ vilja Trump

Trump á blaðamannafundi í dag.
Trump á blaðamannafundi í dag. AFP

Kjósendur sem eru líklegir til að kjósa í forkosningum repúblíkana eru 86,5 prósent líklegri til að velja Donald Trump fram yfir aðra frambjóðendur ef þeir eru „nokkuð“ eða „mjög sammála“ því að „fólk eins og ég fær engu ráðið um það sem ríkisstjórnin gerir.“

Þetta er ein af niðurstöðum skoðanakönnunar á vegum Rand greiningarstöðvarinnar sem náði til 3.000 ríkisborgara í Bandaríkjunum yfir 18 ára aldri.

Greiningarstöðin segir að tengsl þessarar tilfinningar fyrir valdaskorti og jákvæðni gagnvart Trump séu mun sterkari en nokkur tengsl byggð á aldri, kyni, kynstofni, atvinnu, menntun, tekjum, afstöðu gagnvart múslimum, ólöglegum innflytjendum eða fólki af suður-amerískum uppruna.

Tengingin við valdaskort leikur ekki eins sterkt hlutverk þegar kemur að Cruz eða Rubio, eða hvað varðar líklega kjósendur í forkosningum Demókrata: Clinton eða Sanders.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka