Von á erfingja innan tíðar

Estelle litla í faðmi foreldranna. Hún eignast fljótlega lítið systkini.
Estelle litla í faðmi foreldranna. Hún eignast fljótlega lítið systkini. Af Facebooksíðu Kungahuset

Sænska konungsfjölskyldan er samankomin í Stokkhólmi og bíður spennt, líkt og sænska þjóðin, eftir nýjasta erfingja krúnunnar. Viktoría krónprinsessa og Daníel Svíaprins eiga von á öðru barni sínu hvað úr hverju en hingað til hefur aðeins verið gefið út að hún eigi von á sér í byrjun mánaðarins.

Fyrir eiga hjónin Estelle Svíaprinsessu. Hún varð nýlega fjögurra ára gömul, eða 23. febrúar. Estelle er önnur í erfðaröðinni að krúnunni á eftir móður sinni og verður systkini hennar því númer þrjú í röðinni. Ekki hafa verið veittar upplýsingar um kyn barnsins. Með fæðingu þess færist Karl Filippus Svíaprins í fjórða sætið.

Sorgin og gleðin fylgjast að hjá sænsku konungsfjölskyldunni en Jóhann Georg, eiginmaður Birgittu systur Karls Gústafs Svíakonungs lést nýlega. Hann hafði glímt við veikindi um tíma og lést á sjúkrahúsi í Munchen í Þýskalandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert