„Munum hrifsa, hrifsa, hrifsa!“

Donald Trump
Donald Trump AFP

Fyr­ir nokkr­um árum mis­líkaði for­setafram­bjóðanda flokks græn­ingja í Kól­umb­íu við hóp há­skóla­nema sem mót­mæltu stefnu hans. Hann brást við með því að sýna þeim ber­an boss­ann, stund­um yrði að nota óvenju­leg­ar aðferðir, sagði hann. Svo langt hef­ur Don­ald Trump ekki enn gengið í sinni bar­áttu í Banda­ríkj­un­um. En hann hik­ar aldrei við að ganga fram af and­stæðing­um sín­um ef það dug­ar til að ein­oka frétt­ir fjöl­miðla. Og kaf­fær­ir þá.

Trump virðist hafa til­einkað sér all­ar skoðanir sem fyr­ir­finn­ast, not­ar þær eft­ir hent­ug­leik­um. Og oft er grunnt á of­beld­is­hugs­un og grimmd, hann not­ar hálf­kveðnar vís­ur, klár­ar ekki setn­ing­ar en all­ir vita hvað hann er að hugsa. Duflað er við ras­isma, mús­líma­hat­ur. Og rætt um yf­ir­gang ríkja sem Trump seg­ir að hafi stöðugt mis­notað sér veik­lyndi Obama og annarra banda­rískra leiðtoga, þ.ám. í alþjóðaviðskipt­um. Trump lof­ar að snúa við blaðinu.

„Við ætl­um að vera gráðug fyr­ir Banda­rík­in. Við mun­um hrifsa, hrifsa, hrifsa!“ sagði Trump ný­lega á kosn­inga­fundi. Hann spil­ar mjög á strengi þeirra sem finnst að eitt­hvað mikið hljóti að vera að þegar Banda­rík­in eru ekki leng­ur með sömu yf­ir­burði í efna­hags­mál­um og þau hafa haft óslitið í meira en öld. Og tapa stöðugt styrj­öld­um í lönd­um sem venju­legt fólk vestra hef­ur aldrei heyrt um. Hann seg­ist ætla að hætta öllu slíku. En efla samt her­inn.

Tor­tryggni í garð þings­ins er mik­il vestra í báðum flokk­um, inn­an við 15% treysta þing­mönn­um. Flest­ir segja þá spillta sér­hags­muna­seggi. Böl­sýni er út­breidd. Marg­ir hvít­ir Banda­ríkja­menn í lægri millistétt sjá ekki leng­ur fram á að gamli, am­er­íski draum­ur­inn um enda­laus tæki­færi og hag­sæld muni ræt­ast fyr­ir þá. Þeim sem hafa ekki lokið nema skyldu­námi, sem horfa á störf flutt úr landi, sjá inn­flytj­end­um og af­kom­end­um þeirra veitt auk­in rétt­indi og jafn­vel um­svifa­laus aðgang­ur að bóta­kerf­um rík­is­ins finnst þeir skild­ir eft­ir. Og hvers vegna er það allt einu orðið skamm­ar­legt í huga og tali margra stjórn­mála­manna, fjöl­miðla- og mennta­manna að vera hvít­ur karl­maður í Banda­ríkj­un­um, spyrja þeir. Er það sann­gjarnt?

Trump höfðar mjög til þess­ara kjós­enda en hann er líka með mest fylgi allra for­seta­efna re­públi­kana hjá nán­ast öll­um hóp­um. Körl­um, kon­um, hvít­um, svört­um, trúhneigðum og lítt trúuðum, menntuðum og ómenntuðum, efnuðum og fá­tæk­um. En rauði þráður­inn er að stuðnings­mönn­um hans finnst þeir ekki hafa haft nein áhrif. Þeir séu hunsaðir af ráðandi öfl­um, traðkað á þeim. Flokk­ur­inn hafi svikið þá. Svo mik­il eru bræðin og von­brigðin að þeir vilja mann sem bein­lín­is hamp­ar því að hann vilji vera grimm­ur og ill­ur fant­ur. Auðmýkt, mildi og siðfág­un eru ekki leng­ur eig­in­leik­ar sem þetta fólk vill sjá í for­seta sín­um.

Ráðvillt flokks­for­ysta

Engu virðist skipta þótt fjár­málaf­urst­ar eins og hinir frægu Koch-bræður, Sheldon Adel­son og aðrir auðkýf­ing­ar beiti sér gegn Trump, stór hluti flokks­ins hlust­ar alls ekki leng­ur á þá.

Flokks­for­ysta re­públi­kana hef­ur aldrei fengið aðra eins út­reið. For­ystu­menn­irn­ir eru í losti, sum­ir segj­ast ætla að kjósa demó­krata frek­ar en Trump. En þeir munu vafa­laust halda fyr­ir nefið og sam­ein­ast um Trump ef hann verður út­nefnd­ur. Allt er betra en Cl­int­on í þeirra aug­um.

Dav­id Frum, rit­stjóri hins þekkta tíma­rits The Atlantic, var í eina tíð ná­inn ráðgjafi Geor­ge W. Bush for­seta og ræðuskrif­ari hans. Frum seg­ir að upp­gang­ur Trumps sé merki um hrein og klár stétta­átök inn­an re­públi­kana­flokks­ins. Flokk­ur­inn verði að átta sig á einu: Óbreytt­ir flokks­menn séu ekki í reynd hlynnt­ir því að skera niður vel­ferðar­kerfið, það gagn­ist þeim of vel. Og re­públi­kan­ar eigi að hætta að berj­ast gegn al­menn­um heil­brigðis­trygg­ing­um Obama en lag­færa kerfið í staðinn.

„Lækkið hæstu skatt­ana minna og notið pen­ing­ana til að hækka bæt­ur til vinn­andi fólks í milli­tekju­hóp­um,“ seg­ir Frum. „Mótið inn­flytj­enda­stefnu sem efl­ir laun­in en gref­ur ekki und­an þeim. Hafið meiri áhyggj­ur af regl­um sem auka við auðæfi þeirra sem þegar eiga mikið en minni áhyggj­ur af regl­um sem minnka svig­rúm til að stunda fjár­mála­brask.“

Frum er tal­inn hægris­innaður re­públi­kani. En hann seg­ir flokks­systkin­um sín­um að horfa til þess hvernig marg­ir nýir hægri­flokk­ar í Evr­ópu, sem kennd­ir eru við lýðskrum, leggi nán­ast all­ir áherslu á stuðning við vel­ferðar­kerfið.

Ef eng­inn sigr­ar...

Marg­ir hóf­sam­ir kjós­end­ur eru í öng­um sín­um yfir fram­gangi Trumps. Auðkýf­ing­ur­inn Michael Bloom­berg, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri í New York, velt­ir því fyr­ir sér að bjóða sig fram til for­seta. Ef, öll­um á óvart, at­kvæði skipt­ust þannig að eng­inn hlyti til­skil­inn fjölda kjör­manna, 270, fengi full­trúa­deild þings­ins það hlut­verk að kjósa for­seta. Þar hafa re­públi­kan­ar öfl­ug­an meiri­hluta og nokkuð ljóst að þeir myndu ekki kjósa Trump.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert