Kveiktu í systur sinni úti á götu

Wikipedia

Þrítug kona var brennd til bana á föstudaginn af bræðrum sínum fyrir að hafa gengið að eiga karlmann á sínum tíma sem tilheyrði annarri þjóðfélagsstétt. Konan, Rama Kunwar, gekk að eiga elskhuga sinn fyrir átta árum en sneri aftur heim fyrir helgi í þorpið þar sem hún ólst upp til þess að heimsækja ættingja sína í von um að sættast við þá.

Fram kemur í frétt AFP að konan hafi byrjað á að heimsækja tengdafólk sitt. Bræður hennar ruddust þar inn og drógu hana út úr húsinu og kveiktu í henni. Haft er eftir lögreglumanninum Brijran Singh að hún hafi vonast til að foreldrar hennar hefðu fyrirgefið henni en um leið og bræður hennar hafi frétt að hún væri í þorpinu hafi þeir sótt hana.

„Hún hrópaði á hjálp en enginn reyndi að bjarga henni. Þeir framkvæmdu einnig jarðarförina sama kvöld til þess að eyða sönnunargögnum,“ segir Singh. Tengdamóðir Kunwar lét lögregluna vita sem kom á staðinn og hóf rannsókn á málinu. Fram kemur í fréttinni að heiðursmorð séu algeng á Indlandi þegar konur taka sér menn gegn vilja fjölskyldna þeirra. Einkum í dreifbýli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert