AfD á mikilli siglingu

AFP

Þýski stjórn­mála­flokk­ur­inn Ann­ar kost­ur fyr­ir Þýska­land (AfD) eyk­ur mjög fylgi sitt í nýrri skoðana­könn­un og er nú þriðji stærsti flokk­ur­inn í Hesse. AfD er hægri sinnaður þjóðern­is­flokk­ur sem meðal ann­ars berst gegn inn­flytj­end­um og Evr­ópu­sam­band­inu. Um helg­ina fara fram kosn­ing­ar í nokkr­um sam­bands­ríkj­um í Þýskalandi. 

Fylgi AfD mæl­ist 13,2% í Hesse en flokk­ur­inn komst í sviðsljós fjöl­miðla í janú­ar eft­ir að hafa lagt til að lög­regla skyti á flótta- og far­and­fólk sem reyndi að kom­ast yfir landa­mær­in. 

Mjög hef­ur dregið úr fylgi Kristi­legra demó­krata (CDU), flokks Ang­elu Merkel, kansl­ara, eða um 5,5%. Fylgið mæl­ist nú 28,2% og fylgi jafnaðarmanna (SPD) 28%.  

Eva Hoegl, varaþing­flokks­formaður SPD, seg­ist hræðast þessa niður­stöðu en fram­kvæmda­stjóri CDU í Hesse, Man­fred Pentz, seg­ir að það bendi til þess að kjós­end­ur vilji hegna Merkel og flokki henn­ar fyr­ir frjáls­lynda stefnu varðandi komu flótta­fólks til lands­ins.

Merkel seg­ir í viðtali við Bild am Sonntag að AfD sé flokk­ur sem vilji sundra og bjóði kjós­end­um ekki upp á nein­ar viðeig­andi lausn­ir við vand­an­um held­ur ali á hroka og hleypi­dóm­um.

AfD er með þing­menn á fimm héraðsþing­um sem og Evr­ópuþing­inu. Nú bend­ir allt til þess að flokk­ur­inn fái menn kjörna í nokkr­um sam­bands­ríkj­um á sunnu­dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert