Spila fótbolta með höfðum fórnarlamba

Þessi mynd birtist í áróðursmyndbandi Ríki íslams.
Þessi mynd birtist í áróðursmyndbandi Ríki íslams. Skjáskot

Rúm­lega 31.000 kon­ur inn­an hryðju­verka­sam­tak­anna Rík­is íslams ganga með börn víga­manna. Sam­kvæmt nýrri skýrslu eru næstu kyn­slóðir víga­manna kerf­is­lega bún­ar til inn­an sam­tak­anna.

Rann­sak­end­ur í breska sér­fræðingaráðinu Qull­an hafa kannað hvernig Ríki íslams fær börn til að ganga til liðs við sam­tök­in og þjálfa þau fyr­ir heil­agt stríð eða „ji­had“.

Gerð skýrsl­unn­ar var styrkt af Sam­einuðu þjóðunum. Þar er því haldið fram að allt að 50 börn frá Bretlandi búi nú á yf­ir­ráðasvæðum Rík­is íslams og séu alin upp við hug­mynd­ir sam­tak­anna um heil­agt stríð.

Þar kem­ur einnig fram að hryðju­verka­menn­irn­ir líti á börn­in sem betri og hættu­legri bar­daga­menn en þá sjálfa. Til þess að venja börn­in við hrotta­skap­inn sem viðgengst í sam­tök­un­um eru börn­in m.a. lát­in spila fót­bolta með höfðum fórn­ar­lamba sam­tak­anna.

Við gerð rann­sókn­ar­inn­ar komust starfs­menn Qull­an að því að dreng­irn­ir væru látn­ir fara með vers úr Kór­an­in­um og gang­ast und­ir sér­staka ji­had-þjálf­un. Hún felst í skotæf­ing­um, bar­dagalist­um og kennslu í vopna­búnaði. Stúlk­ur eru hins veg­ar kallaðar „perl­ur kalíf­a­dæm­is­ins“ og eru látn­ar bera slæður og geymd­ar á heim­il­um sín­um þar sem þeim er kennt að sjá um eig­in­menn sína.

Í sam­tali við The In­depend­ent sagði Nikita Malik, ein þeirra sem stjórnuðu rann­sókn­inni, að 31.000 kon­ur inn­an sam­tak­anna væru ólétt­ar. Að mati Malik sýn­ir það að verið sé kerf­is­lega að fjölga hryðju­verka­mönn­um og það sé litið á það sem lang­tíma­verk­efni.

Í skýrsl­unni kem­ur einnig fram að frá ág­úst 2015 til fe­brú­ar á þessu ári hafi 254 börn verið notuð í áróðri Rík­is íslams. Síðustu sex mánuði sýndu sam­tök­in tólf börn taka fanga af lífi og eitt barn til viðbót­ar tók þátt í op­in­berri af­töku.

Sam­einuðu þjóðirn­ar greindu frá því í júní á síðasta ári að á milli 800 og 900 börn­um hefði verið safnað sam­an í Mos­ul og þau send í herþjálf­un. Í ág­úst var síðan greint frá því að 18 barna­her­menn hefðu verið myrt­ir af liðsmönn­um Rík­is íslams fyr­ir að flýja fram­varðarlínu í An­b­ar-héraði og fara aft­ur til Mos­ul. Þá voru börn notuð til að taka af lífi 15 liðsmenn Rík­is íslams sem flúðu bar­daga.

Íraskt barn sem flúði Mosul með fjölskyldu sinni.
Íraskt barn sem flúði Mos­ul með fjöl­skyldu sinni. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert