Drottningin sögð hlutlaus gagnvart ESB

Elísabet Bretadrottning.
Elísabet Bretadrottning. AFP

Breska götu­blaðið Sun greindi frá því á forsíðu sinni í morg­un að Elísa­bet Breta­drottn­ing væri hlynnt því að Bret­land gengi úr Evr­ópu­sam­band­inu en bresk­ir kjós­end­ur munu greiða um það at­kvæði 23. júní sum­ar. 

Blaðið bygg­ir frétt sína á tveim­ur at­vik­um þar sem drottn­ing­in er sögð hafa látið um­mæli falla í þessa veru. Ann­ars veg­ar í sam­tali við Nick Clegg, þáver­andi aðstoðarfor­sæt­is­ráðherra Bret­lands, í mat­ar­boði í Windsor-kast­ala í aðdrag­anda þing­kosn­ing­anna 2015 og hins veg­ar í mót­töku fyr­ir þing­menn í Buck­ing­ham-höll.

Blaðið seg­ir Elísa­betu hafa meðal ann­ars sagt við Clegg að hún teldi Evr­ópu­sam­bandið vera að þró­ast í ranga átt og lýst skoðunum sín­um í þeim efn­um í löngu máli. Ekki hafi farið á milli mála að mati þeirra sem heyrt hafi sam­talið hvaða af­stöðu drottn­ing­in hefði til máls­ins. Henni hefði enn­frem­ur verið mikið niðri fyr­ir.

Viðbrögð frá Buck­ing­ham-höll voru á þá leið að drottn­ing­in væri póli­tískt hlut­laus gagn­vart mál­inu og að ekki yrði að öðru leyti tjáð sig um rang­ar yf­ir­lýs­ing­ar ónafn­greindra heim­ild­ar­manna. Clegg seg­ist enn­frem­ur ekki reka minni til þess að Elísa­bet hafi látið um­mæl­in falla. Hann hefði án efa munað eft­ir þeim.

Þrátt fyr­ir það seg­ir Sun heim­ild­ar­menn sína mjög áreiðan­lega hátt­setta aðila og að blaðið hefði aldrei birt frétt­ina ef hún byggði ekki á áreiðan­leg­um upp­lýs­ing­um frá fleiri en ein­um heim­ild­ar­manni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert