Trump-háskólinn í skotlínunni

Donald Trump hefur litlar áhyggjur af málaferlum vegna Trump háskólans …
Donald Trump hefur litlar áhyggjur af málaferlum vegna Trump háskólans og kveðst opna skólann aftur verði hann forseti. AFP

Vin­sæld­ir Don­alds Trump í for­kosn­ing­ar re­búbli­kana­flokks­ins um for­setafram­bjóðanda, vek­ur veru­leg­ar áhyggj­ur hjá mörg­um leiðtog­um flokks­ins og leita þeir nú allra leiða til að hindra Trump í því að vera út­nefnd­ur fram­bjóðandi flokks­ins og kem­ur Trump-há­skól­inn oft upp í þeirri umræðu.

Trump-há­skól­inn er nú miðdep­ill 40 millj­ón doll­ara dóms­máls í New York og vera kann að einnig verði höfðað mál gegn þess­ari fyrr­um starf­andi mennta­stofn­un í Kali­forn­íu í ág­úst.

The American Fut­ure Fund, íhalds­sam­ur hóp­ur með tengsl við millj­arðamær­ing­ana og bræðurna Koch, hef­ur fjár­magnað aug­lýs­ing­ar þar sem fyrr­um nem­end­ur skól­ans staðfesta svik skól­ans og hvetja banda­ríska kjós­end­ur til að láta Trump róa.

New York­bú­inn Robert Guillo sem líkt og son­ur hans, eyddi 35.000 doll­ur­um í skóla­gjöld er á sama máli. „Ég lærði ná­kvæm­lega ekk­ert. Þetta var al­gjört svindl,“ hef­ur AFP frétta­stof­an eft­ir Guillo.

„Hann hafði af mér 35.000 doll­ara og nú er hann að plata Banda­ríkja­menn með því að lofa þeim hlut­um sem er ómögu­legt að hrinda í fram­kvæmd.“

Trump há­skól­inn var starf­rækt­ur á ár­un­um  2005-2010, þegar rekstr­araðilar skól­ans voru neydd­ir til að end­ur­skýra hann Trump Entreprene­ur Institu­te – sem út­leggja má sem Frum­kvöðlastofn­un Trump, skól­inn hafði ekki heim­ild til að bera há­skól­a­nafnið.   

Rann­sókn­ir fylgdu í kjöl­farið og höfðaði New York ríki dóms­mál höfðað 2013, þar sem mennta­stofn­un­in sökuð um að hafa blekkt ríf­lega 5.000 ein­stak­linga, þar af meira enn 600 New York­búa.

Eric Schnei­der­mann, rík­is­sak­sókn­ari og demó­krati, seg­ir 10.000 náms­menn hafa skráð sig í nám í fast­eignamiðlun á tíma­bil­inu 2005-2010 þar sem boðið var upp á allt frá ókeyp­is fyr­ir­s­lestr­um og yfir í sér­hæft nám þar sem skóla­gjöld numu allt að 35.000 doll­ar­um, og var hagnaður skól­ans um 40 millj­ón­ir doll­ara.

Freistað með ókeyp­is fyr­ir­s­lestr­um

Fólks hafi verið freistað með ókeyp­is fyr­ir­lestri sem kynnti nám­skeið sem kostaði 1495 doll­ara, sem aft­ur kynnti „Trump Elite“ pakk­ann sem kostaði frá 10.000 og upp í 35.000 doll­ara fyr­ir sér­stakt leiðbein­enda­nám.

Schnei­derm­an sak­ar Trump um veita lof­orð sem hafi fengið fólk til að eyða tug­um þúsund­um doll­ara sem það átti ekki fyr­ir kennslu sem það fékk ekki.

„Í  Trump há­skól­an­um þá kenn­um við vel­gengni,“ sagði Trump í sjón­varps­aug­lýs­ingu. „Vel­gengn­in mun verða þín.“

Í málskjöl­um kvart­ar Guillo yfir því að náms­efnið virðist koma frá fast­eigna­vefsíðunni Zillow og hefði al­veg eins geta verið hlaðið niður skjöl­um frá skatt­stjóra.  Kat­hleen Meese, seg­ir að sér hafi verið lofað að hún ynni sér inn 25.000 doll­ara skóla­gjöld­inn inn­an 60 daga, en sé þó ennþá að greiða niður skuld­irn­ar frá  2012.

Opn­ar skól­ann aft­ur ef hann verður for­seti

Lög­fræðing­ar Trump hafa svarað með vitn­is­b­urði frá ánægðum náms­mönn­um, m.a. manni sem seg­ist hafa grætt 100.000 doll­ara á nám­inu.  

Full­yrðing­ar um að kenn­ar­ar skól­ans hafi verið sér­vald­ir af Trump virðast hins veg­ar eiga við lít­il rök að styðjast, marg­ir leiðbein­end­anna höfðu þá litla reynslu  og gerðu lítið af því að svara sím­töl­um eða tölvu­póst­um frá nem­end­um. Fyr­ir vikið voru nem­end­ur ófær­ir um að stunda fast­eignaviðskipti  og steyptu sum­ir sér í mikl­ar skuld­ir.

Trump hef­ur hins veg­ar heitið því að opna skól­ann aft­ur ef hann vinni kosn­ing­arn­ar. „Það er mikið af frá­bæru fólki sem vill stunda nám í Trump há­skól­an­um,“ seg­ir hann.

Je­anne Zaino, stjórn­mála­pró­fess­or við Iona Col­l­e­ge, tel­ur mál­sókn­ina vegna skól­ans held­ur ekki lík­lega til að valda Trump skaða í kosn­inga­bar­átt­unni. „Ég tel ekki lík­legt að dóm­ur verði fall­inn í mál­inu þannig að tím­inn vinn­ur með hon­um. Ég held að kjós­end­um eigi eft­ir að leyfa hon­um að njóta vaf­ans.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert