Vinsældir Donalds Trump í forkosningar rebúblikanaflokksins um forsetaframbjóðanda, vekur verulegar áhyggjur hjá mörgum leiðtogum flokksins og leita þeir nú allra leiða til að hindra Trump í því að vera útnefndur frambjóðandi flokksins og kemur Trump-háskólinn oft upp í þeirri umræðu.
Trump-háskólinn er nú miðdepill 40 milljón dollara dómsmáls í New York og vera kann að einnig verði höfðað mál gegn þessari fyrrum starfandi menntastofnun í Kaliforníu í ágúst.
The American Future Fund, íhaldssamur hópur með tengsl við milljarðamæringana og bræðurna Koch, hefur fjármagnað auglýsingar þar sem fyrrum nemendur skólans staðfesta svik skólans og hvetja bandaríska kjósendur til að láta Trump róa.
New Yorkbúinn Robert Guillo sem líkt og sonur hans, eyddi 35.000 dollurum í skólagjöld er á sama máli. „Ég lærði nákvæmlega ekkert. Þetta var algjört svindl,“ hefur AFP fréttastofan eftir Guillo.
„Hann hafði af mér 35.000 dollara og nú er hann að plata Bandaríkjamenn með því að lofa þeim hlutum sem er ómögulegt að hrinda í framkvæmd.“
Trump háskólinn var starfræktur á árunum 2005-2010, þegar rekstraraðilar skólans voru neyddir til að endurskýra hann Trump Entrepreneur Institute – sem útleggja má sem Frumkvöðlastofnun Trump, skólinn hafði ekki heimild til að bera háskólanafnið.
Rannsóknir fylgdu í kjölfarið og höfðaði New York ríki dómsmál höfðað 2013, þar sem menntastofnunin sökuð um að hafa blekkt ríflega 5.000 einstaklinga, þar af meira enn 600 New Yorkbúa.
Eric Schneidermann, ríkissaksóknari og demókrati, segir 10.000 námsmenn hafa skráð sig í nám í fasteignamiðlun á tímabilinu 2005-2010 þar sem boðið var upp á allt frá ókeypis fyrirslestrum og yfir í sérhæft nám þar sem skólagjöld numu allt að 35.000 dollarum, og var hagnaður skólans um 40 milljónir dollara.
Fólks hafi verið freistað með ókeypis fyrirlestri sem kynnti námskeið sem kostaði 1495 dollara, sem aftur kynnti „Trump Elite“ pakkann sem kostaði frá 10.000 og upp í 35.000 dollara fyrir sérstakt leiðbeinendanám.
Schneiderman sakar Trump um veita loforð sem hafi fengið fólk til að eyða tugum þúsundum dollara sem það átti ekki fyrir kennslu sem það fékk ekki.
„Í Trump háskólanum þá kennum við velgengni,“ sagði Trump í sjónvarpsauglýsingu. „Velgengnin mun verða þín.“
Í málskjölum kvartar Guillo yfir því að námsefnið virðist koma frá fasteignavefsíðunni Zillow og hefði alveg eins geta verið hlaðið niður skjölum frá skattstjóra. Kathleen Meese, segir að sér hafi verið lofað að hún ynni sér inn 25.000 dollara skólagjöldinn innan 60 daga, en sé þó ennþá að greiða niður skuldirnar frá 2012.
Lögfræðingar Trump hafa svarað með vitnisburði frá ánægðum námsmönnum, m.a. manni sem segist hafa grætt 100.000 dollara á náminu.
Fullyrðingar um að kennarar skólans hafi verið sérvaldir af Trump virðast hins vegar eiga við lítil rök að styðjast, margir leiðbeinendanna höfðu þá litla reynslu og gerðu lítið af því að svara símtölum eða tölvupóstum frá nemendum. Fyrir vikið voru nemendur ófærir um að stunda fasteignaviðskipti og steyptu sumir sér í miklar skuldir.
Trump hefur hins vegar heitið því að opna skólann aftur ef hann vinni kosningarnar. „Það er mikið af frábæru fólki sem vill stunda nám í Trump háskólanum,“ segir hann.
Jeanne Zaino, stjórnmálaprófessor við Iona College, telur málsóknina vegna skólans heldur ekki líklega til að valda Trump skaða í kosningabaráttunni. „Ég tel ekki líklegt að dómur verði fallinn í málinu þannig að tíminn vinnur með honum. Ég held að kjósendum eigi eftir að leyfa honum að njóta vafans.“