Carson lýsir yfir stuðningi við Trump

Taugaskurðlæknirinn og fyrrum frambjóðandi í forvali repúblikana, Ben Carson, lýsti í dag yfir stuðningi við auðkýfinginn Donald Trump í forvalinu. Lýsti hann sínum fyrrverandi keppinaut sem mjög gáfuðum manni.

Carson gaf út yfirlýsinguna við einn af klúbbum Trumps á Palm Beach í Florida.

„Það eru tvær mismunandi útgáfur af Donald Trump,“ sagði Carson. „Það er sá sem þú sérð uppi á sviði, og svo er það sá sem er virkilega vitsmunalegur, situr þarna og þú getur átt mjög góðar samræður við hann.“

Þá lofaði hann Trump sem „ákaflega greindan mann sem er mikið hugað um Ameríku.“

Fyrr í dag höfðu heimildir Washington Post hermt að Carson hygðist styðja Trump í forvalinu.

Frétt mbl.is: Carson ætlar að styðja Trump

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert