Rússar hverfa frá Sýrlandi

Rússneskir hermenn fyrir framan Sukhoi Su-30SM orrustuflugvél á Hmeimin herstöðinni.
Rússneskir hermenn fyrir framan Sukhoi Su-30SM orrustuflugvél á Hmeimin herstöðinni. AFP

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur gefið skipun um að draga til baka stærstan hluta herafla landsins í Sýrlandi. Haft er eftir Pútín að herinn hafi að mestu náð markmiðum sínum í Sýrlandi. Sagði hann á fundi í Kreml í dag að brotthvarf hersins myndi hefjast á morgun. Þetta kemur fram í frétt á vef BBC.

Rússland er einn helsti bandamaður forseta Sýrlands, Bashar al-Assad og hefur hann verið upplýstur um ákvörðun Pútíns. 

Með þátttöku sinni í stríðinu í Sýrlandi hjálpaði Rússland sýrlenskum yfirvöldum að ná aftur yfirhöndinni í stríðinu og ná aftur landsvæðum sem uppreisnarhópar höfðu tekið yfir.

Starfsemi Rússa í herstöðinni Hmeimim mun áfram verða með hefðbundnu sniði. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert