Argentínumenn skutu niður kínverskt skip

Argentínska landhelgisgæslan skaut á og sökkti kínversku skipi sem var við veiðar í Suður-Atlantshafi, eftir að sjómenn um borð í skipinu höfðu reynt að sigla á skip gæslunnar.

Myndskeið sem birt var á vefsíðu hennar sýnir hið stóra kínverska skip sigla hallandi á opnu hafi þar sem gæslan veitir því greinilega eftirför.

Veiðiþjófnaður er ævarandi vandamál í Suður-Atlantshafi og hefur löggæsla stundum vikum saman elt uppi þau skip sem gerst hafa brotleg. Mjög óvenjulegt þykir þó að slík eftirför endi með því að umræddu skipi sé sökkt niður á hafsbotn.

Atvikið á sér stað á sama tíma og kínversk yfirvöld hafa fjölgað verulega í fiskiflota sínum til að mæta sífellt meiri spurn eftir fiskmeti. Utanríkisráðuneytið í Peking hefur lýst alvarlegum áhyggjum sínum vegna atviksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert