Dæmdur í 15 ára þrælkunarbúðir

Otto Frederick Warmbier
Otto Frederick Warmbier AFP

Bandarískur námsmaður, Otto Warmbier, hefur verið dæmdur í fimmtán ára vinnuþrælkun í Norður-Kóreu fyrir glæpi gegn ríkinu.

Warmbier, sem er 21 árs, var handtekinn fyrir að reyna að stela áróðursskilti á hóteli þegar hann var í heimsókn í Norður-Kóreu í janúar. Hann kom síðar fram í ríkissjónvarpi landsins og játaði að hafa stolið skiltinu. Hann bar því við að kirkjusöfnuður hafi beðið hann um að koma með einhvern „verðlauna“grip (trophy) heim úr ferðalaginu.

Í frétt BBC kemur fram að yfirvöld í Norður-Kóreu fangelsi stundum útlendinga til þess að auka þrýsting á andstæðinga sína. Fréttamaður BBC í Suður-Kóreu segir að 15 ára dómur sé þung refsing í samanburði við dóma sem útlendingar hafa áður fengið.  Þetta geti að hluta stafað af mikilli spennu milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna um þessar mundir.

Warmbier, sem er nemandi við Virginíu háskóla, var handtekinn 2. janúar þegar hann var að fara frá Norður-Kóreu.

Frétt BBC

Frétt mbl.is: Bandaríkjamaður handtekinn í N-Kóreu

Otto Frederick Warmbier
Otto Frederick Warmbier AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert