Danir hamingjusamastir þjóða

Frændur okkar Danir eru hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu. Þeir hafa tekið fram úr Svisslendingum sem eru nú í öðru sæti á listanum. Íslendingar eru þriðja hamingjusamasta þjóðin en íbúar Búrúndí eru þeir óhamingjusömustu.

Það eru samtökin Sustainable Development Solutions Network (SDSN) og Jarðarstofnun Columbia-háskóla sem standa að skýrslunni sem raðar 157 löndum heims eftir hamingju íbúa þeirra. Stuðst er við gögn eins og landsframleiðslu og hversu lengi íbúarnir mega vænta að lifa við góða heilsu. Þetta er í fjórða árið sem skýrslan kemur út en Íslendingar voru í öðru sæti í fyrra á eftir Svisslendingum. Þá voru Danir í þriðja sæti.

Á hinum enda skalans eru Afríkulönd sunnan Saharaeyðimerkurinnar auk stríðshrjáðu ríkjanna Afganistan og Sýrlands. Botninn verma: Madagaskar, Tansanía, Líbería, Gínea, Rúanda, Benín, Afganistan, Tógó, Sýrland og Búrúndí.

Tíu hamingjusömustu löndin samkvæmt skýrslunni:

1. Danmörk

2. Sviss

3. Ísland

4. Noregur

5. Finnland

6. Kanada

7. Holland

8. Nýja-Sjáland

9. Ástralíu

10. Svíþjóð

Frétt Reuters af skýrslunni um hamingju þjóða

Frá Nýhöfn í Kaupmannahöfn.
Frá Nýhöfn í Kaupmannahöfn. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert