Söguleg ferð til Sádi-Arabíu

Flugstjóri ferðarinnar var Sharifah Czarena og var henni til aðstoðar …
Flugstjóri ferðarinnar var Sharifah Czarena og var henni til aðstoðar flugmennirnir Sariana Nordin og Dk Nadiah Pg Khashiem. Af Instagram

Þrír kvenkyns flugstjórar hjá flugfélaginu Royal Brunei Airlines komust í sögubækurnar á dögunum en þær voru fyrsta kvenáhöfnin til þess að stýra þotu félagsins og var förinni heitið til Sádi-Arabíu, þar sem konur mega ekki einu sinni keyra. Konurnar stýrðu flugvél af gerðinni Boeing 787 Dreamliner frá Brunei til Jeddah.

Flugstjóri ferðarinnar var Sharifah Czarena og var henni til aðstoðar flugmennirnir Sariana Nordin og Dk Nadiah Pg Khashiem.

Czarena lærði flug í Bretlandi í desember 2013 varð hún fyrsti flugstjóri Royal Brunei Airlines til þess að stýra flugvél félagsins, fyrrnefndri Boeing 787, frá London.

Í samtali við The Brunei Times árið 2012 sagði Czarena að fólk liti yfirleitt á stöðu flugstjórans sem karlastarf.

„Sem kona frá Brunei er þetta mikið afrek. Þetta sýnir yngri kynslóðum stelpna að þær geti gert allt sem þær dreymir um,“ sagði Czarena.

Réttindum kvenna er ábótavant í Sádi-Arabíu en það er eina land heims þar sem konum er ekki leyft að keyra. Þó það sé tæknilega séð ekki ólöglegt fyrir konu að keyra er bara karlmönnum veitt bílpróf í landinu. Konur sem keyra á almannafæri eru sektaðar og jafnvel handteknar.

Frétt BBC.

Þá starfa einnig fjölmargir kvenkyns flugvirkjar hjá félaginu. 



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert