Nafnlaus ábending um Abdeslam

Sprengingar hafa heyrst í Molenbeek, úthverfinu þar sem Salah Abdeslam var handtekinn síðdegis. Um er að ræða úthverfi Brusselborgar í Belgíu.

Fregnir herma að Abdeslam hafi verið skotinn í hnéð í átökum við lögreglu en hlúð var að honum á vettvangi.

Þá hefur einnig komið fram í fjölmiðlum að lögreglu í Belgíu hafi borist nafnlaus ábending í morgun um að Abdeslam væri í felum í húsinu þar sem lögregla gerði áhlaup í dag. Lögregla notaði meðal annars flygildi við aðgerðirnar í dag. 

Í frétt AFP-fréttaveitunnar segir að talið sé að Abdeslam sé sá eini úr tíu manna hópi sem stóð að skipulagningunni á árásunum í París í Frakklandi í nóvember á síðasta ári sem er enn á lífi. 

Að sögn vitnis hófust aðgerðir lögreglu kl. 15.30 að staðartíma þegar fjöldi lögreglubíla ók inn í Molenbeek-hverfið í Brussel. „Ég heyrði þrjú eða fjögur skot, en þau voru dauf líkt og skotið væri innandyra,“ sagði vitnið í samtali við AFP. 

Brahim, bróðir Salah, var borinn til grafar í Brussel í gær. Hann var meðal árásarmannanna. 

Uppfært kl. 19.13

Búið er að handtaka alla þrjá mennina sem voru í húsinu sem lögregla gerði áhlaup á í Molenbeek í dag. Eru þeir allir í haldi lögreglu. 

Frá vettvangi í Molenbeek í Belgíu.
Frá vettvangi í Molenbeek í Belgíu. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert