Hvað á að gera við örninn?

Þýska herskipið Graf Spee.
Þýska herskipið Graf Spee. Wikipedia

Stjórn­völd í Úrúg­væ eru í vanda. Þau vita ekki hvað gera á við stærðar­inn­ar forn­grip sem sótt­ur var á hafs­botn og komið á land. Þarna er þó ekki á ferðinni grip­ur tengd­ur forn­um sam­fé­lög­um í Suður-Am­er­íku­rík­inu held­ur frá tím­um síðari heims­styrj­ald­ar­inn­ar.

Málið snýst um brons­styttu sem at­hafnamaður­inn Al­fredo Etcheg­aray sótti niður að flaki þýska her­skips­ins Admiral Graf von Spee sem sökk á La Plata-flóa árið 1939 skammt frá höfuðborg Úrúg­væ, Montevi­deo. Stytt­an prýddi skut skips­ins og er af stór­um erni með hakakross nas­ista í klón­um en nas­ist­ar réðu á þeim tíma ríkj­um í Þýskalandi.

Her­skipið, sem gjarn­an var kallað ein­fald­lega Graf Spee, hafði herjað á kaup­skip banda­manna í Suður-Atlants­hafi á upp­hafs­mánuðum styrj­ald­ar­inn­ar und­ir stjórn skip­herr­ans Hans Langs­dorf. Bret­ar reyndu mikið að hafa hend­ur í hári skips­ins en án ár­ang­urs.

Bronsstyttan umdeilda.
Brons­stytt­an um­deilda. Ljós­mynd/​Al­fredo Etcheg­aray

Þann 13. des­em­ber 1939 sigldi Graf Spee hins veg­ar í flasið á tveim­ur bresk­um her­skip­um og einu ný­sjá­lensku og kom til sjóorr­ustu. Skip banda­manna urðu fyr­ir mikl­um skemmd­um í orr­ust­unni og Graf Spee var einnig fyr­ir skemmd­um og sigldi í kjöl­farið til Montevi­deo.

Bret­ar gátu ekki hugsað sér að Graf Spee kæm­ist und­an en langt var í næstu bresku her­skip og skip­in sem bar­ist höfðu við þýska her­skipið voru illa far­in eft­ir átök­in. Bret­ar gripu þá til þess ráðs að telja þýsku leyniþjón­ust­unni trú um að öfl­ug bresk flota­deild væri þegar kom­in við minni La Plata-fló­ans og biði þess að Graf Spee yf­ir­gæfi Montevi­deo.

Þýska leyniþjón­ust­an beit á agnið og kom upp­lýs­ing­um um þetta til Langs­dorf sem taldi að þá væri aðeins eitt að gera. Hann vildi ekki fórna áhöfn sinni í til­gangs­lausri orr­ustu og ekki held­ur að skipið félli í hend­ur Bret­um. Þann 18. des­em­ber sigldi Graf Spee út La Plata-flóa með lág­marka­áhöfn og þar sökkti áhöfn­in skip­inu.

Graf Spee brennur á La Plata-flóa.
Graf Spee brenn­ur á La Plata-flóa. Wikipedia

Vandi úr­úg­væskra stjórn­valda snýr að því að Etcheg­aray á lög­um sam­kvæmt rétt á helm­ingn­um af sölu­and­virði brons­stytt­unn­ar sem áður prýddi Graf Spee. Hann vill að stytt­an fari á safn en talið er að hans hlut­ur í stytt­unni sé 15 millj­óna doll­ara virði. Talið er að safn­ar­ar gætu mjög lík­lega haft áhuga á að kaupa stytt­una.

Þýsk stjórn­völd hafa hins veg­ar þrýst á ráðamenn í Úrúg­væ að setja stytt­una í geymslu og sjá til þess að hún verði ekki sýni­leg al­menn­ingi. Hver niðurstaðan verður á eft­ir að koma í ljós. Fram kem­ur á vefsíðunni War History On­line að slík stytta hafi aðeins verið á einu öðru þýsku her­skipi, orr­ustu­skip­inu Bis­marck sem sökk í maí 1941.

Hér sést örninn aftan á skut Graf Spee.
Hér sést örn­inn aft­an á skut Graf Spee. Wikipedia
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert