Hundruð tóku þátt í mótmælum gegn forsetaframboði Donalds Trumps í New York í gær og eins lokuðu mótmælendur nærliggjandi götum þar sem stuðningsmenn Trumps ætluðu að koma saman í gærkvöldi í Arizona. Þar kom til handalögmála og voru nokkrir tugir handteknir.
Í Tucson, Arizona var mótmælandi, sem var með skilti með andliti Trumps á með áletruninni: Slæmt fyrir Bandaríkin, barinn af aðdáanda Trumps. Í fréttum NBC mátti sjá árásarmanninn handjárnaðan og fluttan á brott af lögreglu.
Á Columbus Circle á Manhattan í New York komu mótmælendur saman í gær skammt frá skýjakljúfi auðkýfingsins Trums. Mótmælin voru hávær og mátti meðal annars heyra slagorð eins og: „Donald Trump, farðu rasistinn þinn, karlremba og hommahatari“
Mótmælendur báru einnig spjöld sem á stóð „Vísið Trump úr landi“ og „byggið vegg í kringum Trump.“ „Ég skipti á einum Donald Trump og 25 þúsund flóttamönnum.“
Þrátt fyrir mótmælin var Trump alsæll með viðtökurnar í Arizona þar sem honum var ákaft fagnað af þúsundum stuðningsmanna enda fátt sem getur komið í veg fyrir að hann verði valinn frambjóðandi repúblikana í komandi forsetakosningum.
The rallies in Utah and Arizona were great! Tremendous crowds and spirit. Just returned but will be going back soon.
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 20, 2016
Thank you- Tucson, Arizona! A great afternoon with 6,000 supporters! #VoteTrump on Tuesday!#MakeAmericaGreatAgain pic.twitter.com/CTgYrLnAWV
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 20, 2016
.