Skammast sín fyrir kosningabaráttuna

Andstæðingar Donalds Trump mótmæla honum. Kosningabarátta repúblikana hefur einkennst af …
Andstæðingar Donalds Trump mótmæla honum. Kosningabarátta repúblikana hefur einkennst af neikvæðni og skapað úlfúð í samfélaginu. Meirihluti repúblikana skammast sín fyrir flokkinn. AFP

Kosn­inga­bar­átta fram­bjóðenda í for­vali re­públi­kana læt­ur meiri­hluta kjós­enda þeirra skamm­ast sín fyr­ir flokk­inn sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un. Þrátt fyr­ir að fjór­um af hverj­um tíu lít­ist illa á hvernig Don­ald Trump hef­ur tekið á of­beldi á kosn­inga­fund­um sín­um græðir hann mest á brott­falli annarra fram­bjóðenda. 

Harðar per­sónu­árás­ir og sví­v­irðileg­ar yf­ir­lýs­ing­ar Trump hafa ein­kennt kosn­inga­bar­áttu re­públi­kana. Ný skoðana­könn­un New York Times og CBS News leiðir í ljós að hún hef­ur látið 60% kjós­enda í for­val­inu skamm­ast sín fyr­ir Re­públi­kana­flokk­inn. Sama hlut­fall tel­ur kosn­inga­bar­átt­una nú nei­kvæðari en fyrri ár.

Fjöldi fram­bjóðenda í for­val­inu hef­ur helst úr lest­inni á und­an­förn­um vik­um og nú standa eft­ir þeir Ted Cruz og John Kasich auk Trump. Sá síðast­nefndi virðist græða mest á brot­falli fram­bjóðenda. Þannig segj­ast nú 46% kjós­enda í for­val­inu vilja sá Trump sem for­setafram­bjóðanda flokks­ins og hef­ur það hlut­fall aldrei mælst hærra frá því að hann lýst yfir að hann byði sig fram í júní í fyrra. Þrír af hverj­um fjór­um re­públi­kön­um telja að Trump hljóti út­nefn­ing­una. 

Demó­kröt­um líður bet­ur með sína kosn­inga­bar­áttu en þeir eru þó klofn­ari í af­stöðu sinni til fram­bjóðend­anna tveggja. Hillary Cl­int­on hef­ur naumt for­skot á Bernie Sand­ers en áhugi á fram­boði henn­ar hef­ur dalað á sama tíma og kjós­end­ur flokks­ins eru spennt­ari fyr­ir öld­unga­deild­arþing­mann­in­um frá Vermont. Engu að síður telja sjö af hverj­um tíu demó­kröt­um að Cl­int­on hljóti út­nefn­ing­una.

Könn­un­in bend­ir til þess að Sand­ers hefði sig­ur á Trump með meiri mun en Cl­int­on ef kosið væri á milli þeirra til embætt­is for­seta. Sand­ers ynni 15 pró­sentu­stiga sig­ur en Cl­int­on tíu. John Kasich er eini re­públi­kan­inn sem myndi sigra Cl­int­on sam­kvæmt könn­un­inni.

Þó að Cl­int­on og Trump séu langlík­leg­ust til þess að hljóta út­nefn­ingu flokka sinna er stór hluti kjós­enda full­ur efa­semda um þau. Þannig seg­ist helm­ing­ur kjós­enda verða ótta­sleg­inn ef Trump yrði kjör­inn for­seti og 19% segj­ast myndu vera áhyggju­full. Rúm­ur þriðjung­ur yrði ótta­sleg­inn yfir sigri Cl­int­on og fimmt­ung­ur hefði áhyggj­ur.

Frétt New York Times af niður­stöðum könn­un­ar­inn­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert