Hafa handtekið Najim Laachraoui

Najim Laachraoui
Najim Laachraoui

Lögregla hefur haft hendur í hári Najims Laachraouis, manns sem er grunaður um aðild að árásunum í gær og árásunum í París í Frakklandi í nóvember. Hann var handtekinn í Anderlecht-hverfinu í Brussel í Belgíu, að því er fram kemur í belgíska dagblaðinu DH, og helstu fréttamiðlar, s.s. AFP, BBC, Telegraph og Guardian hafa greint frá. Fleiri belgískir miðlar birtu frétt um handtökuna.

Uppfært: Draga til baka fréttir um handtökuna

Saksóknari mun halda blaðamannafund vegna málsins í dag. 

Óstaðfestar fregnir herma að Laachraoui hafi verið handtekinn á pítsustað. Þá er einnig talið hugsanlegt að bróðir hans hafi verið sá sem sprengdi sig upp í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar í gær. 

Belg­íska lög­regl­an leitaði til al­menn­ings í dag eft­ir upp­lýs­ing­um um menn­ina þrjá sem talið er að hafi staðið á bak við árás­irn­ar á flug­vell­in­um í Brus­sel. Talið er að bræðurn­ir Khalid og Ibra­him el-Bakroui hafi sprengt sig upp en þriðji maður­inn heit­ir Najim Laachra­oui.

Vís­bend­ing­ar eru um að Laachroui sé sá þriðji en það bygg­ist á sam­an­b­urði á göml­um mynd­um af hon­um og mynd­inni úr ör­ygg­is­mynda­vél á flug­vell­in­um sem var dreift í gær. 

Lög­regla leitaði Laachra­ou­is áður en til árás­anna kom í gær en líf­sýni úr hon­um fund­ust í hús­um sem árás­ar­menn­irn­ir í Par­ís héldu til í. Hann fór til Ung­verja­lands í sept­em­ber með Salah Abdeslam, sem tók þátt í hryðju­verk­un­um í Par­ís.

Laachra­oui er 24 ára gam­all og sam­kvæmt frétt Sky er talið að hann hafi flúið af flug­vell­in­um þegar sprengju­búnaður hans virkaði ekki. Talið er að hann hafi búið til sprengj­urn­ar sem voru notaðar við fjölda­morðin í Par­ís í nóv­em­ber en líf­sýni úr hon­um fund­ust á sjálfs­vígs­belt­um sem voru notuð við árás­irn­ar í Batacl­an-tón­list­ar­hús­inu og þjóðarleik­vangi Frakka, Stade de France.

Laachra­oui ólst upp í út­hverfi Brus­sel, Schaer­beek, og var vel þekkt­ur af lög­reglu. Talið er að hann hafi farið til Sýr­lands árið 2013. Talið er að hann hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í að fá ungt fólk til liðs við hryðju­verka­sam­tök­in Ríki íslams í Brus­sel. Alþjóðleg hand­töku­skip­un var gef­in út á hend­ur hon­um árið 2014 en það kom ekki í veg fyr­ir að hann kæm­ist aft­ur til Belg­íu. Frá því í des­em­ber hef­ur lög­regl­an leitað að manni sem geng­ur und­ir nafn­inu Soufia­ne Kayal en ný­lega kom í ljós að það er Laachra­oui. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert