Níðingsverk í skjóli kirkjunnar

Reuters

Með hrylli­leg­ustu barn­aníðum sem fram­in hafa verið í Ástr­al­íu gerðust inn­an veggja kaþólsku kirkj­unn­ar. Brot þar sem börn voru bráð hrotta sem störfuðu í nafni trú­ar­inn­ar.

Sam­heldni kirkj­unn­ar manna var og er mik­il og hef­ur verið upp­lýst um að hátt­sett­ir menn inn­an kirkj­unn­ar þögðu um glæp­ina sem viðgeng­ust í nafni trú­ar­inn­ar. Hvort held­ur sem ástr­alsk­ir eða fransk­ir fjöl­miðlar eru lesn­ir þessa dag­ana blas­ir hryll­ing­ur­inn við.

Í Frakklandi er erki­bisk­up­inn í Lyon, Phil­ippe Barbar­in, sakaður um að hafa hylmt yfir presti sem er sakaður um barn­aníð í starfi og jafn­vel veitt öðrum fram­gang í starfi þrátt fyr­ir maður­inn hafi verið dæmd­ur fyr­ir kyn­ferðis­legt of­beldi gagn­vart upp­komn­um náms­mönn­um.

Frétt mbl.is: Kardí­nála sagt að axla ábyrgð

mbl.is/Á​rni Torfa­son

Barbar­in hef­ur verið und­ir mikl­um þrýst­ingi, meðal ann­ars frá for­sæt­is­ráðherra Frakk­lands, Manu­el Valls, um að taka ábyrgð á gjörðum sín­um. Það hef­ur hann nú gert en Barbar­in bað fórn­ar­lömb­in af­sök­un­ar við messu í gær­kvöldi. Barbar­in vísaði meðal ann­ars í Frans páfa og sagði að sér bæri skylda til þess að biðjast per­sónu­lega af­sök­un­ar á ill­virkj­um sem prest­ar hafi framið. Kardí­nál­inn sagði að sér bæri skylda til þess að biðjast af­sök­un­ar þrátt fyr­ir að hann hafi ekki verið í starfi kardí­nála þegar brot­in sem um ræðir voru fram­in.

Játaði en var bara færður til í starfi

Fyr­ir rúm­um fjör­tíu árum, árið 1971, tók ung­ur og efni­leg­ur prest­ur Bern­ard Preynet við starfi leiðtoga kaþólsks skáta­hóps í bæ skammt frá Lyon og gegndi starf­inu í tutt­ugu ár. Sam­tök fórn­ar­lamba, La Parole Li­bérée, sökuðu Preynet um að hafa beitt um sex­tíu unga drengi kyn­ferðis­legu of­beldi á þessu tíma­bili. Árið 1991, þegar orðróm­ur­inn var sem há­vær­ast­ur, játaði Preynat at­hæfið fyr­ir yf­ir­boðurum sín­um. Preynat var send­ur í aðra sókn þar sem hann þjónaði sem prest­ur í tæp­an ald­ar­fjórðung. Þrátt fyr­ir að vera ekki leng­ur skáta­höfðingi lauk þar ekki sam­skipt­um hans við börn.

Þegar nokkr­ir fyrr­ver­andi skát­ar kærðu Prey­ant árið 2015 rétt­lætti yf­ir­stjórn kirkj­unn­ar í Lyon aðgerðarleysi sitt á sín­um tíma með því að segja að prest­ur­inn hafi hætt að starfa í skáta­hreyf­ing­unni og hon­um hafi verið bannað að sinna börn­um í starfi sínu hjá kaþólsku kirkj­unni án þess að fylgst hafi verið með störf­um hans inn­an kirkj­unn­ar. 

Preynat var leyst­ur frá störf­um í Roanne í fyrra og var ákærður 27. janú­ar sl. fyr­ir kyn­ferðis­legt of­beldi og að hafa nauðgað börn­um. Frá því skát­arn­ir fyrr­ver­andi, 45 tals­ins, lögðu fram kæru sína sem varð til þess að prest­ur­inn var hand­tek­inn, hafa þeir lýst fyr­ir lög­reglu hrylli­legu of­beldi af hans hálfu.

AFP

Þetta er leynd­ar­málið okk­ar

„Hann var van­ur að segja við mig að hann elskaði mig. Síðan bætti hann við að ég væri litli strák­ur­inn hans, þetta er leynd­ar­málið okk­ar og þú mátt ekki segja nein­um,“ seg­ir meðal ann­ars eitt fórn­ar­lambanna.

Einn þeirra, Pier­re-Emm­anu­el Germain-Thill, lýst­ir því hvernig prest­ur­inn nídd­ist á litl­um drengj­um. „Það sem hræddi mig mest var þegar hann reyndi að troða tung­unni á sér upp í mig.Hann strauk kyn­færi mín og ég gat ekk­ert gert til þess að stöðva hann,“ seg­ir Germain-Thill. „Ég vildi forða mér og á sama tíma vissi ég ekki hvað ég gæti gert. Ég var hrædd­ur um að ef ég forðaði mér þá myndi eng­inn trúa mér.“

Annað fórn­ar­lamb, Bertrand Virieux, seg­ist enn muna svita­lykt­ina. Hvernig hend­ur prests­ins leituðu innund­ir föt hans og hvernig hann nuddaði sér utan í hann.

Dæmd­ur fyr­ir 138 kyn­ferðis­brot og yngsta fórn­ar­lambið var fjög­urra ára

Sög­urn­ar eru skelfi­leg­ar en því miður eru brot­in ekk­ert eins­dæmi því að á sama tíma gekk einn versti barn­aníðing­ur í sögu Ástr­al­íu, Ger­ald Rids­dale, laus en hann var prest­ur í borg­inni Ball­arat.

Hann hef­ur verið dæmd­ur fyr­ir 138 kyn­ferðis­brot gagn­vart börn­um allt niður í fjög­urra ára göm­ul. Fórn­ar­lömb­in voru yfir fimm­tíu tals­ins.

Frétt mbl.is: Fimm barn­aníðing­ar hörmu­leg til­vilj­un

Rids­dale var vígður til prests við St Pat­ricks kirkj­una í Ball­arat árið 1961 þegar hann var á þrítugs­aldri. Fyrsta kvört­un­in um hegðun hans gagn­vart börn­um barst til kirkj­unn­ar það sama ár. Ekk­ert var gert og Rids­dale hélt áfram að beita börn kyn­ferðis­legu of­beldi næstu þrjá ára­tugi eða þangað til hann hlaut fyrsta dóm sinn fyr­ir barn­aníð í skjóli kirkj­unn­ar.

Bisk­up­inn í Ball­arat, Ronald Mul­ke­arns, flutti Rids­dale nokkr­um sinn­um til í starfi meðal ann­ars í kirkju­sókn­ir í Victoria og Syd­ney á sama tíma og hann virti af vett­ugi ásak­an­ir um barn­aníð prests­ins. Það var ekki fyrr en árið 1988 sem Rids­dale óskaði sjálf­ur eft­ir leyfi frá störf­um þar sem það sé hon­um um megn að forðast freist­ing­ar.

Yfirmaður rannsóknarnefndarinnar í Ástralíu Peter McClellan dómari
Yf­ir­maður rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar í Ástr­al­íu Peter McClell­an dóm­ari AFP

Þetta sam­tal fór aldrei fram

Ný­verið var fjár­mála­stjóri Páfag­arðs, Geor­ge Pell kardí­náli, sem áður starfaði í Ástr­al­íu og var ráðgjafi bisk­ups­ins í Ball­arat, það er Mul­ke­arns, yf­ir­heyrður af rann­sókn­ar­nefnd sem hef­ur rann­sakað brot kirkj­unn­ar þjóna und­an­far­in ár í Ástr­al­íu. Við vitna­leiðslurn­ar hélt Pell því fram að hann hefði ekki vitað af brot­um Rids­da­les á þess­um tíma. Þetta er í and­stöðu við um­mæli frænda Rids­da­les, Dav­ids Rids­da­les, sem er eitt af fjöl­mörg­um fórn­ar­lömb­um níðings­ins. Pell og Rids­dale bjuggu sam­an um tíma á þessu tíma­bili og sagði Dav­id Pell frá brot­um frænd­ans gagn­vart sér árið 1993. Pell hafi hins veg­ar reynt að múta hon­um og látið eft­ir­far­andi um­mæli falla: „Ég vil fá að vita hvað það kost­ar að fá þig til þess að þegja.“ Pell neit­ar þessu og seg­ir að þetta sam­tal hafi aldrei farið fram.

Frétt mbl.is: Lét börn­in krjúpa á milli læra sér

Árið 1993 mætti Rids­dale í fyrsta skipti af mörg­um fyr­ir dóm­ara vegna ásak­ana um barn­aníð. Fylgd­ar­sveinn hans var Pell kardí­náli sem síðar hef­ur sagt að hann sjái eft­ir því að hafa fylgt sín­um gamla fé­laga í rétt­ar­sal­inn. Það hefði hann ekki gert ef hann hefði vitað um brot prests­ins gagn­vart börn­um.

Sá sem fyrst hafði sam­band við barn­aníðsdeild lög­regl­unn­ar í Victoria og lét vita af of­beld­is­verk­um Rids­da­les var ung­ur maður, „Ja­son“, en það var und­ir lok árs 1992. Það leiddi til fyrstu sak­fell­ing­ar Rids­da­les árið 1993. Þegar Ja­son gaf vitn­is­b­urð hjá lög­reglu í nóv­em­ber 1992 þá var hann tæp­lega þrítug­ur að aldri. Hann skammaðist sín svo fyr­ir of­beldið sem hann hafði orðið fyr­ir þannig að hann hélt hluta af vitn­is­b­urðinum fyr­ir sjálf­an sig. En þegar Rids­dale lauk fyrstu afplán­un í lok árs 1993 ákvað hann að koma fram og það var meðal ann­ars til þess að Rids­dale var aft­ur sak­sótt­ur árið 1994.

Ofbeldið fékk að viðgangast áratugum saman
Of­beldið fékk að viðgang­ast ára­tug­um sam­an AFP

Hann gerði allt sem þú get­ur ímyndað þér við mig

„Árið 1976 þegar ég var að verða þrett­án ára fór ég í klaust­ur­skóla í í Eden­hope. Faðir Gerry Rids­dale bjó við hliðina á skól­an­um og stýrði hon­um. Ég var alt­ar­is­dreng­ur og hann var alltaf að bjóða mér heim til sín meðal ann­ars til að biðja mig að sinna verk­um fyr­ir sig þar. Mamma var vön að ýta á mig að fara heim til hans.

Hann var van­ur að ráðast á mig heima hjá sér, í bíln­um sín­um og kirkj­unni. Þar á meðal á alt­ar­inu þegar eng­inn var í kirkj­unni og hún læst. Þetta stóð yfir í tvö ár. Hann gerði allt sem þú get­ur ímyndað þér við mig. Ég veit ekki hversu oft hann fór inn í mig. Eft­ir hverja nauðgun veitti hann mér synda­fyr­ir­gefn­ingu sem þýddi að ég mátti ekki segja nein­um frá þeirri synd sem ég hafði drýgt með hon­um.

Í fyrstu hélt ég að ég væri sá einu en svo sagði ann­ar dreng­ur mér svipaða sögu. Ég reyndi að segja mömmu frá þessu en hún vildi ekki heyra eitt styggðaryrði um prest­inn,“ seg­ir í vitn­is­b­urði Ja­sons (dul­nefni).

Ja­son held­ur að yf­ir­menn prests­ins hafi vitað hvernig í öllu lá miðað við hvernig var staðið að því að senda Rids­dale í aðra sókn.

Að sögn Ja­sons var margt óeðli­legt í St Malac­hy skól­an­um og nunn­urn­ar voru að hans sögn skelfi­leg­ar. Ein stúlka hafði verið með strák í lang­an tíma og varð ólétt. Nunn­urn­ar hótuðu henni vítis­vist og ráku hana á brott. Þær voru yf­ir­leitt hæst ánægðar með það þegar Rids­dale tók dreng­ina út úr skóla­stof­unni, einn og einn í einu og fór með þá á prest­setrið þar sem hann ræddi um kyn­líf við þá áður enn réðst á þá.

Paul Levey einn af fórnarlömbum barnaníðinga innan kaþólsku kirkjunnar óskaði …
Paul Levey einn af fórn­ar­lömb­um barn­aníðinga inn­an kaþólsku kirkj­unn­ar óskaði eft­ir fundi með páfa fyrr í mánuðinum. AFP

„Árið 1988 sagði ég öðrum presti hvað Rids­dale hafði gert en þessi prest­ur sagði mér að það besta sem ég gerði væri að gleyma þessu og halda áfram með líf mitt. En það er erfitt því Rids­dale hef­ur eyðilagt líf mitt,“ seg­ir Ja­son.

Árið 1993 fékk Ja­son lög­fræðinga til þess að reyna að fá greidda bæt­ur fyr­ir brot prests­ins gagn­vart hon­um sem gætu aðstoðað hann við að koma lífi sínu á rétt­an kjöl. Kirkj­an var ekki til­bú­in til þess og að lok­um fékk Ja­son greidda lága fjár­hæð sem dugði hvergi nærri fyr­ir sál­fræðikostnaði.

John Norr­is, sak­sókn­ar­inn sem und­ir­bjó sak­sókn­ina árið 1994, tel­ur að af öll­um fórn­ar­lömb­um Rids­dale hafi Ja­son orðið fyr­ir mest­um skaða. En Ja­son glímdi við and­leg og lík­am­leg veik­indi. Eða eins og blaðamaður­inn Ian Mun­ro sem tók viðtal við Ja­son lýsti því: „Ein­hver fórn­ar­lambanna fengu vinnu og tókst að berj­ast við fíkn sína og eign­ast fjöl­skyldu en Ja­son bjó einn, fík­ill, ein­angraður og hundelt­ur af djöfl­um fortíðar­inn­ar.“

Gordon Hill, Phil Nagle og David Ridsdale eru allir fórnarlömb …
Gor­don Hill, Phil Nagle og Dav­id Rids­dale eru all­ir fórn­ar­lömb barn­aníðinga sem störfuðu inn­an kaþólsku kirkj­unn­ar. AFP

Lést 39 ára gam­all - bana­meinið sagt hjarta­áfall

Ja­son lést í maí 2002, 39 ára að aldri eft­ir fjórða hjarta­áfallið á stutt­um tíma. Þeir sem þekktu hann best telja að bana­mein hans hafi ekki verið hjarta­mein held­ur of­beldið sem hann varð fyr­ir árum sam­an af hálfu Rid­sa­les. Of­beldi sem veitti hon­um óbæri­leg­an skaða á lík­ama og sál.

Syst­ir hans seg­ir að hann hafi aldrei jafnað sig. Hann hafi verið á lækna­dópi allt frá því að of­beld­inu lauk. Þung­lynd­is­lyfj­um, serap­ax, val­í­um og met­hado­ne. Ja­son var venju­leg­ur bónda­son­ur sem naut lífs­ins allt til þess er hann var send­ur til Eden­hope í fe­brú­ar 1976. Þar má segja að lífi hans hafi í raun lokið. Það var al­veg sama hvernig hann reyndi að forðast Rids­dale þá var hon­um ekki undan­komu auðið. Því ef hann sagði prest­in­um að hann væri upp­tek­inn þá hafði prest­ur­inn ein­fald­lega sam­band við móður Ja­sons og hún sendi hann í fang kval­ara síns sem duld­ist und­ir hempu prests­ins.

Rids­dale á mögu­leika á reynslu­lausn árið 2019 þegar hann verður á 85. ald­ursári en hann afplán­ar 24 ára fang­els­is­dóm fyr­ir brot gegn 54 börn­um.

Þegar mál hans var fyr­ir dómi gáfu mörg fórn­ar­lambanna hans skrif­leg­an vitn­is­b­urð um hvaða áhrif brot prests­ins höfðu haft á líf þeirra. Fram kem­ur að brot hans og hylm­ing kaþólsku kirkj­unn­ar eyðilagði hjóna­bönd, sundraði fjöl­skyld­um og sam­fé­lög­um.

Mörg fórn­ar­lambanna lýstu því hversu erfitt það hafi verið að segja kaþólsk­um for­eldr­um sín­um að prest­ur­inn þeirra væri barn­aníðing­ur. Marg­ir for­eldr­ar vörðu Rids­dale og kirkj­una, tóku af­stöðu gegn börn­um sín­um og aðrir þögðu því þeir vissu að fjöl­skyld­ur þeirra myndu ekki trúa orðum þeirra.

George Pell fjármálastjóri Páfagarðs
Geor­ge Pell fjár­mála­stjóri Páfag­arðs AFP

„Fyrsta kyn­lífs­reynsl­an“

Fyr­ir mörg fórn­ar­lambanna var þetta þeirra „fyrsta kyn­lífs­reynsla“ og það með kaþólsk­um presti. Þetta hafði áhrif á kyn­líf fórn­ar­lambanna á full­orðins­ár­um og mörg þeirra hafa átt í mikl­um erfiðleik­um með að lifa eðli­legu kyn­lífi minn­ug sárr­ar reynslu sem þeirra beið í skjóli kirkj­unn­ar.

Örin sitja eft­ir á sálu fórn­ar­lambanna, þau hafa yf­ir­gefið kirkj­una og misst tengsl við sam­fé­lög­in sem þau ólust upp í. Ein­hver hættu snemma námi og fóru að heim­an full bit­urð vegna af­stöðu for­eldra með níðingn­um. Flest­um hef­ur gengið illa að fóta sig í líf­inu, ein­hver hafa lent í vand­ræðum með að halda sig réttu meg­in við lög­in og mörg eiga við áfeng­is- og vímu­efna­vanda­mál að stríða. Ein­hverj­ir drengj­anna gátu ekki gefið vitn­is­b­urð um of­beldið sem þeir þurftu að þola á barns­aldri því þeir höfðu framið sjálfs­víg.

Ger­ald Franc­is Rids­dale fædd­ist 20. maí 1934 en hann var elst­ur átta systkina. Hann ólst upp í Ball­arat og þar nam hann við St Pat­rick's skól­ann. Hann hætti námi 14 ára og starfaði við bóhald í nokk­ur ár. Það var á unglings­ár­un­um sem hann upp­götvaði kyn­ferðis­leg­ar kennd­ir sín­ar til drengja.

Rids­dale ákvað að hefja nám á nýj­an leik að áeggj­an prests í Ball­arat og hóf prests­nám og síðan kom hann til starfa hjá kaþólsku kirkj­unni árið 1961. Næstu ára­tug­ina kom hann víða við og eru fórn­ar­lömb hans víða að finna og í fleiri en einni heims­álfu.

Einn þeirra „Mervyn“ bjó í Coleraine en þangað kom Rids­dale í nokk­ur skipti í nafni kirkj­unn­ar. Í hverri heim­sókn beitti hann Mervyn kyn­ferðis­legu of­beldi. Jafn­vel þegar hann sótti fjöl­skyldu Mervyns heim til þess að gefa deyj­andi ætt­ingja Mervyns síðasta sakra­mentið.

Fljót­lega var ljóst að Rids­dale var hald­inn þrá­hyggju gagn­vart drengj­um. Heim­ili hans stóð þeim opið,  hann var með bill­j­ard borð á heim­ili sínu og var einn sá fyrsti að fá sér lita­sjón­varp í Ball­ard og það hafði mikið aðdrátt­ar­afl hjá ung­menn­un­um. Ekki síður ör­bylgju­ofn hans, raf­magns­rit­vél­in, seg­ul­bands­tækið og leikja­tölv­ur þegar þær komu til sög­unn­ar.

Rids­dale bauð drengj­un­um oft að gista og voru for­eldr­ar þeirra ánægðir með að syn­ir þeirra hlytu náð fyr­ir aug­um prests­ins. En þeir vissu kannski ekki að skil­yrðið var að dreng­irn­ir deildu rúmi með hans heil­ag­leika. Stund­um fór hann með fórn­ar­lömb sín í ferðalög þar sem hann beitti þá kyn­ferðis­legu of­beldi og fram kem­ur í niður­stöðu rann­sókn­ar­nefnd­ar í mál­efn­um kaþólsku kirkj­unn­ar að fórn­ar­lömb hans komu oft úr barn­mörg­um fjöl­skyld­um og oft­ar en ekki voru feður þeirra annað hvort veik­ir eða störfuðu fjarri heima­hög­um. Þreytt­ar mæður voru ánægðar með stuðning­inn sem þær fengu frá prest­in­um við að sinna drengj­un­um og þau tæki­færi sem hann bauð þeim með því að fara með þá í ferðalög og veita þeim hluti sem þær ein­fald­lega höfðu ekki bol­magn til.

Philippe Barbarin erkibiskup í Lyon
Phil­ippe Barbar­in erki­bisk­up í Lyon AFP

Rids­dale viður­kenndi fyr­ir dómi að hann hafi fljót­lega farið að not­færa sér drengi kyn­ferðis­lega. Rids­dale sótti ráðgjöf vegna kyn­hneigðar sinn­ar inn­an kirkj­unn­ar en það kom ekki í veg fyr­ir að hann hafi fengið að starfa meðal ungra barna og þar sem hann gat ekki staðist freist­ing­ar – nýtt sér yf­ir­burði sína gagn­vart þeim kyn­ferðis­lega.

Rids­dale er ekk­ert eins­dæmi inn­an kaþólsku kirkj­unn­ar í Ástr­al­íu. Einn þeirra John Day, preláti, sem lést árið 1978 þurfti aldrei að sitja á bak við lás og slá fyr­ir níðings­verk gagn­vart börn­um. Day var prest­ur í áströlsku borg­inni Mildura í Victoria. Sam­kvæmt gögn­um rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar leiddi lög­reglu­rann­sókn árið 1971 í ljós að hann hafði beitt börn kyn­ferðis­legu of­beldi í Victoria í þrett­án ár.

Pell þurfti að svara spurn­ing­um rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar í síðasta mánuði um mál Days preláta líkt og Rids­da­les og sagði Pell að Day hafi vakið hann til um­hugs­un­ar um kyn­ferðis­legt of­beldi inn­an kirkj­unn­ar en hann hafi sjálf­ur ekki orðið var við slíkt í starfi sínu í Ball­art þegar hann starfaði þar 1973-1983.

Allt var gert til þess að stöðva rann­sókn­ina á Day inn­an lög­regl­unn­ar en þrátt fyr­ir að yf­ir­menn Den­is Ryan í lög­regl­unni í Mildura hafi reynt að fá hann til þess að hætta að rann­saka ásak­an­ir á hend­ur Day þá lét Ryan það ekki stöðva sig á sín­um tíma. Það varð til þess að yf­ir­maður hans tók yfir rann­sókn­ina á barn­aníði prests­ins og komst að þeirri niður­stöðu að Day væri sak­laus. Yf­ir­menn lög­regl­unn­ar reyndu síðan að þvinga Ryan til þess að færa sig til í starfi árið 1972 án ár­ang­urs. Endaði það með því að Ryan hætti störf­um hjá lög­regl­unni. Ryan skrifaði síðar bók um bar­áttu sína fyr­ir því að fá Day dæmd­an en hann tel­ur að Day hafi níðst á yfir 100 börn­um. En hann þurfti aldrei að dvelja á bak við lás og slá fyr­ir brot sín, ekk­ert frek­ar en marg­ir aðrir starfs­bræður hans.

Philippe Barbarin
Phil­ippe Barbar­in AFP

Sam­einuðst um of­beld­is­verk­in gagn­vart börn­um

En mál­in eru mörg og prest­arn­ir líka. Einn þeirra er bróðir Ger­ald Leo Fitz­ger­ald. Hann hóf störf sem kenn­ari við St Alipius drengja­skól­ann í Ball­arat árið 1962. Þar tók hann þátt í starfi barn­aníðshrings meðal kirkj­unn­ar þjóna. Auk Fitz­ger­alds og Rids­da­les voru þátt­tak­end­urn­ir all­ir kirkj­unn­ar þjón­ar. Þeir heita Edw­ard Dowl­an, Stephen Far­rell og Robert Best. Þeir hafa all­ir verið dæmd­ir fyr­ir barn­aníð fyr­ir utan Fitz­ger­ald sem lést árið 1987 á meðan rann­sókn á brot­um hans stóð yfir.

Gögn sýna að fimmtán pilt­ar sökuðu Fitz­ger­ald um kyn­ferðis­legt of­beldi á tíma­bil­inu 1950 til 1975. Meðal­ald­ur þeirra þegar of­beldið átti sér stað var átta ár.

Dowl­an var fang­elsaður árið 1996 fyr­ir að hafa beitt 11 drengi kyn­ferðis­legu of­beldi í fjór­um kaþólsk­um skól­um. Hann var fang­elsaður á ný í fyrra þegar hann var dæmd­ur fyr­ir kyn­ferðis­legt of­beldi gagn­vart 20 drengj­um. Í dómi héraðsdóms kom fram að Dowl­an hafi beitt varn­ar­lausa drengi í sex skól­um kyn­ferðis­legu of­beldi um 14 ára skeið. Meðal­ald­ur fórn­ar­lambanna var 11 ár.

Nokkr­ir dreng­ir voru beitt­ir kyn­ferðisof­beldi af hálfu flestra þess­ara manna. Meðal þeirra er Stephen sem greindi lög­reglu frá því árið 1994 að þegar hann hafi leitað á prest­set­ur dóm­kirkj­unn­ar í Ball­arat til þess að fá ráðgjöf hafi faðir Rids­dale tekið á móti hon­um og síðar þann dag upp­lifði Stephen sína fyrstu kyn­ferðis­reynslu - nauðgun.  Rids­dale játaði sök í þessu máli árið 1994. En í lög­reglu­skýrsl­unni kem­ur fram að Edw­ard Dowl­an og ann­ar bróðir við St Alipius grunn­skól­ann hefðu einnig beitt Stephen  kyn­ferðis­legu of­beldi síðar.

Líkt og fram kom við vitna­leiðslur yfir Geor­ge Pell, fjár­mála­stjóra Páfag­arðs, þá voru gerð mörg mis­tök inn­an kirkj­unn­ar þar sem reynt var að hylma yfir barn­aníði af hálfu kirkj­unn­ar þjóna. Pell hef­ur ekki sjálf­ur verið sakaður um kyn­ferðis­brot gagn­vart börn­um held­ur fyr­ir að hafa leyft brot­un­um að viðgang­ast. Brot sem eyðilögðu líf hundruð barna í Ástr­al­íu.

Landakotskirkja
Landa­kots­kirkja mbl.is/ÞÖ​K

Brot­in ekk­ert eins­dæmi

Í Óskar­sverðlauna­mynd­inni Spotlig­ht er fjallað um rann­sókn­ar­blaðamenn hjá Bost­on Globe sem árið 2002 komu upp um svipuð brot af hálfu presta kaþólsku kirkj­unn­ar í Banda­ríkj­un­um. 

Líkt og fram kem­ur í um­fjöll­un Karls Blön­dal um mynd­ina í Morg­un­blaðinu í síðasta mánuði þá hef­ur Bost­on tvær ásjón­ur. Hvergi í heim­in­um er jafn marga há­skóla að finna á jafn litlu svæði. Há­skól­arn­ir gera borg­ina að vett­vangi op­inn­ar umræðu og upp­lýs­ing­ar. Um leið er þar að finna lokað sam­fé­lag inn­vígðra og inn­múraðra, þar sem erfiðum mál­um er sópað und­ir teppið frek­ar en að á þeim sé tekið. Það sam­fé­lag er í kast­ljósi mynd­ar Toms McCart­hys um það þegar hóp­ur blaðamanna hjá Bost­on Globe af­hjúpaði víðtækt kyn­ferðisof­beldi presta gegn börn­um og skipu­lagða yf­ir­hylm­ingu kat­ólsku kirkj­unn­ar um ára­bil.

Mynd­in hefst á lög­reglu­stöð í Bost­on snemma á átt­unda ára­tugn­um þar sem prest­ur hef­ur verið hand­tek­inn fyr­ir að níðast á börn­um. Í einu her­bergi er fjöl­skylda í sár­um, prest­ur­inn í öðru. Mátt­ar­stólp­ar úr sam­fé­lag­inu birt­ast á stöðinni og hverfa brátt á braut með prest­inn. Fjöl­skyld­an fellst á að fara ekki lengra með málið gegn því að prest­ur­inn fari. Eft­ir­mál­inn verður eng­inn.

30 árum síðar birt­ist pist­ill eft­ir dálka­höf­und Bost­on Globe um málið, þar sem vitnað er í um­mæli lög­fræðings um að vitn­eskja um málið hafi teygt sig alla leið til æðsta yf­ir­manns kat­ólsku kirkj­unn­ar í Bost­on, Bern­ards Laws kardí­nála. Í sama mund tek­ur nýr rit­stjóri við á blaðinu, Marty Baron, leik­inn af Liev Schrei­ber. Hann rek­ur aug­un í dálk­inn og spyr hvernig eigi að fylgja hon­um eft­ir. Gam­alt mál, er svarið. Nýi rit­stjór­inn vill hins veg­ar ekki láta kyrrt liggja. Á blaðinu er sér­stakt rann­sókn­art­eymi, sem starfar und­ir nafn­inu Spotlig­ht eða kast­ljós.

Rit­stjór­inn spyr hvort teymið vilji taka að sér verk­efnið. For­ingi teym­is­ins, Walter „Robby“ Robin­son, sem Michael Keaton leik­ur, seg­ir að sérstaða Kast­ljóss sé sú að teymið velji sér sín verk­efni. „Gætuð þið hugsað ykk­ur að velja þetta verk­efni?“ spyr þá Baron.

Þar með byrj­ar bolt­inn að rúlla. Blaðamenn­irn­ir í teym­inu eiga all­ir ræt­ur í Bost­on og eru katól­ikk­ar, þótt ekki séu þeir praktiser­andi. Rann­sókn þeirra leiðir þá inn í kviku þess sam­fé­lags, sem þeir eru sjálf­ir sprottn­ir úr.

Margsinn­is er þrýst á Robin­son að hætta að grafa. Nýi rit­stjór­inn sé aðkomumaður, gyðing­ur í þokka­bót og haldi að auki hvorki upp á hafna­bolta né Bost­on Red Sox. Hann verði brátt horf­inn á braut, en Robin­son sé hluti af þessu sam­fé­lagi.

Eft­ir því sem þeim sæk­ist rann­sókn­in kem­ur í ljós hversu víðtæk yf­ir­hylm­ing­in og þögn­in er. Hinir brot­legu prest­ar nálg­ast hundraðið. Kirkj­an hef­ur fært þá reglu­lega til í stað þess að taka þá úr um­ferð þannig að of­beldið hef­ur fengið að grass­era með vit­und æðstu yf­ir­manna kirkj­unn­ar.

Lög­regl­an hef­ur einnig spilað með og sömu­leiðis rétt­ar­kerfið. Í ljós kem­ur að meira að segja rit­stjórn Bost­on Globehef­ur sett kík­inn fyr­ir blinda augað í mál­inu og látið hjá líða að fylgja mál­inu eft­ir þrátt fyr­ir ábend­ing­ar.

Kast­ljós er gríðarlega vel gerð mynd og minn­ir um sumt á All The Presi­dent's Men frá 1976 um rann­sókn blaðamannaWashingt­on Post á inn­brot­inu í Waterga­te-bygg­ing­una, sem varð Rich­ard Nixon Banda­ríkja­for­seta að falli. Sá mun­ur er þó á að blaðamenn­irn­ir Bob Woodw­ard og Carl Bern­stein voru ekki hluti af því kerfi sem þeir réðust á, en öðru máli gegn­ir um blaðamenn­ina á Bost­on Globe, seg­ir í um­fjöll­un­inni í Morg­un­blaðinu.

Mynd/​AFP

Hvað með Landa­kots­skóla og Breiðavík?

Í lok mynd­ar kem­ur lang­ur listi yfir staði þar sem prest­ar kat­ólsku kirkj­unn­ar hafa orðið upp­vís­ir að barn­aníði. Reykja­vík er ekki á þeim lista, en kast­ljós fjöl­miðla hef­ur beinst að kat­ólsku kirkj­unni hér á landi vegna ásak­ana um barn­aníð í Landa­kots­skóla á sjö­unda, átt­unda og ní­unda ára­tug liðinn­ar ald­ar. Breiðavík kem­ur einnig upp í hug­ann. Um leið má velta fyr­ir sér hvort eitt­hvað sam­bæri­legt í okk­ar sam­fé­lagi í dag sé látið liggja í lág­inni sem síðar muni vekja furðu að hafi verið látið viðgang­ast.

Stund­um get­ur verið auðveld­ara að horfa í hina átt­ina þegar vís­bend­ing­ar koma fram og gera lítið úr þeim. Fyr­ir vikið geta af­leiðing­arn­ar hins veg­ar orðið þeim mun verri. Í mynd­inni reyn­ir mekt­armaður að telja Robin­son hug­hvarf með því að benda hon­um á allt það góða sem kirkj­an láti af sér leiða. Á meðan málið var látið af­skipta­laust skildi kirkj­an hins veg­ar eft­ir sig sviðna jörð í sam­fé­lag­inu, sem hún átti að þjóna,“ skrif­ar Karl Blön­dal.

Gerald Ridsdale,
Ger­ald Rids­dale, AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert