22 látnir eftir þrjár sjálfsmorðsárásir

Reykur rís upp úr jemensku höfuðborginni. Mynd úr safni.
Reykur rís upp úr jemensku höfuðborginni. Mynd úr safni. AFP

Þrjár sjálfsmorðssprengjuárásir voru gerðar í jemensku höfuðborginni Aden í dag. Að minnsta kosti 22 létust, þar af tíu almennir borgarar, samkvæmt heimildum fréttaveitu AFP.

Tvær sprengjur sprungu samtímis á mismunandi við tvær eftirlitsstöðvar í Shaab-hverfinu í jaðri borgarinnar, áður en menn vopnaðir byssum réðust til atlögu í herstöð bandalagsins sem er undir leiðsögn Sádi-Araba.

Apache-herþyrlur bandalagsins réðust gegn byssumönnunum umhverfis herstöðina á meðan þeir reyndu að sækja fram og að stöðinni. Þriðju sprengjunni sem komið hafði verið fyrir í sjúkrabíl, var sprengd við eftirlitsstöð nærri Mansura, í miðri borginni.

Uppfært 19.45: Ríki íslams hefur lýst sprengjuárásunum á hendur sér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert