Kúbverjar fjölmenna á Rolling Stones

00:00
00:00

Hundruð þúsunda Kúbverja er vænst á tón­leik­um sveit­ar­inn­ar Roll­ing Stones í Hav­ana síðar í kvöld. Stór­stjörn­urn­ar und­ir for­ystu Mick Jag­gers lentu á eyj­unni í gær til að und­ir­búa sig fyr­ir tón­leik­ana en þeir verða áhuga­söm­um að kostnaðarlausu.

Rík­is­fjöl­miðlar Kúbu spá því að um hálf millj­ón manna muni vera viðstödd tón­leik­ana en tón­list­ar­tíma­ritið Bill­bo­ard tel­ur að næst­um jafn marg­ir muni fylla nær­liggj­andi stræti.

Þrem­ur dög­um eft­ir tíma­móta­heim­sókn Banda­ríkja­for­set­ans Barack Obama til eyj­ar­inn­ar er litið á tón­leik­ana sem enn annað skref fyr­ir Kúbu út úr ein­angr­un síðustu ára­tuga.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert