Göngunni verður frestað

Fórnarlambanna hefur verið minnst á torginu.
Fórnarlambanna hefur verið minnst á torginu. AFP

Fjölda­göngu í Brus­sel sem átti að fara fram á morg­un hef­ur verið frestað vegna ör­ygg­is­ráðstaf­ana. „March against Fear“ eða „Ganga gegn ótta“ átti að fara af stað frá Place de La Bour­se torg­inu á morg­un klukk­an 14 að staðar­tíma en þúsund­ir hafa minnst fórn­ar­lamba hryðju­verka­árás­anna í borg­inni á torg­inu.

Skipu­leggj­end­ur hafa nú af­lýst göng­unni eft­ir að yf­ir­völd óskuðu eft­ir því. Fyrr í dag sagði borg­ar­stjóri Brus­sel að lög­regla í borg­inni þyrfti að nýta all­an sinn kraft í það að rann­saka árás­irn­ar og að hún hefði ekki mann­skap til þess að sinna fjölda­göngu einnig.

Fyrri frétt mbl.is: Vilja að fjölda­göngu verði frestað

Inn­an­rík­is­ráðherr­ann Jan Jam­bon sagðist skilja til­finn­ing­ar borg­ar­anna og að þeir vildu tjá þær. „En við erum um allt land á ör­ygg­is­stigi þrjú,“ út­skýrði ráðherr­ann. „Það eru mik­il­væg­ar rann­sókn­ir í gangi og fyr­ir þær þurf­um við mikið lög­reglu­afl og það er okk­ar helsta for­gangs­atriði.“

Nokkr­ir hafa verið hand­tekn­ir í Belg­íu í tengsl­um við árás­irn­ar á þriðju­dag­inn þar sem 31 lét lífið. Í gær var maður und­ir nafn­inu Faycal Cheffou ákærður fyr­ir aðild sína að árás­inni.

Gang­an mun vera hald­in eft­ir nokkr­ar vik­ur að sögn yf­ir­valda.

Frétt Sky News. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert