Sá hvítklæddi á myndinni ákærður

Najim Laachraoui, Ibrahim El Bakraoui og Faycal C?
Najim Laachraoui, Ibrahim El Bakraoui og Faycal C? AFP

Ríkissaksóknari í Belgíu hefur ákært einn þeirra sem er í haldi lögreglu vegna hryðjuverkaárásanna í Brussel fyrir morð í hryðjuverkaárás auk fleiri brota. Faycal C er einn sex manna sem eru í haldi lögreglunnar eftir aðgerðir í Brussel á skírdag. Talið er að það sé hvítklæddi maðurinn á myndinni úr öryggismyndavélunum. Það hefur ekki fengið opinberlega staðfest en heimildir Spiegel, AFP og Guardian herma að unnið sé útfrá því að svo sé við rannsóknina á hryðjuverkunum.

Hann var ákærður fyrir aðild að hryðjuverkasamtaka, morð í hryðjuverkaárás og morðtilraunir í hryðjuverkaárásum á flugvellinum og lestarstöðinni þriðjudaginn 22. mars.

Jafnframt hefur ríkissaksóknari ákært annan mann, Aboubakar A, fyrir að hafa tekið þátt í starfsemi hryðjuverkasamtaka.

Maður sem belgíska lögreglan handtók í gær í tengslum við handtöku frönsku lögreglunnar í Argenteuil hverfinu í útjaðri Parísar mann sem var ákærður í dag fyrir þátttöku í starfsemi hryðjuverkasamtaka. Sá maður er nefndur Rabah N í Guardian. Hann var handtekinn í kjölfar handtökunnar á Reda Kriket en með því að handtaka hann er talið að komið hafi verið í veg fyrir stórfellda hryðjuverkaárás í Frakklandi.

Maðurinn sem var handtekinn á sporvagnastöð  í Schaerbeek hverfinu í gær er enn í haldi og verður haldið í sólarhring til viðbótar án ákæru. Saksóknari nefnir hann sem Abderamane A.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert