Ted Trump kominn í heiminn

Donald Trump sést hér strjúka kvið dóttur sinnar Ivönku Trump
Donald Trump sést hér strjúka kvið dóttur sinnar Ivönku Trump AFP

Auðkýf­ing­ur­inn Don­ald Trump eignaðist átt­unda barna­barnið um pásk­ana er Iv­ana dótt­ir hans eignaðist sitt þriðja barn. Hún og eig­inmaður henn­ar hafa nefnt dreng­inn, Theodore  James, og voru gár­ung­arn­ir fljót­ir að minna á að þeir sem heita Theodore fá mjög oft gælu­nafnið Ted. Ekki er vitað hvort það verði raun­in í til­viki barna­barns Trumps því hans helsti keppi­naut­ur um að hljóta út­nefn­ingu sem for­setafram­bjóðandi re­públi­kana heit­ir ein­mitt Ted Cruz.

Ivanka Trump til­kynnti um fæðingu son­ar henn­ar og eig­in­manns­ins, Jared Kus­hner, á páska­dag.

Í frétt Guar­di­an kem­ur fram að Don­ald Trump, sem ít­rekað ræddi um þung­un Ivönku á kosn­inga­fund­um hef­ur ekki tjáðs sig op­in­ber­lega um fæðingu átt­unda barna­barns­ins. Blaðamaður Guar­di­an seg­ir að hann geti ef­laust andað ró­lega yfir nafn­gift­inni því rétt nafn Ted Cruz er ekki Ted held­ur Rafa­el Edw­ard.

Ivanka er önn­ur af þrem­ur börn­um sem Don­ald átti með fyrr­ver­andi eig­in­konu sinni Ivönu Trump.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka